Fréttir | 16. des. 2020

Hringsjá

Forseti flytur ávarp á útskriftarhátíð hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Námið á haustönn hefur tekið mið af sóttvarnarreglum og viðburðurinn í dag bar þess einnig merki.

Árangur af starfi Hringsjár er ótvíræður. Fólki sem vinnur fyrir sér snarfjölgar eftir námið þar og þeim snarfækkar sem þurfa að reiða sig á örorku- eða endurhæfingarlífeyri.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar