Fréttir | 17. des. 2020

Strandir

Forseti tekur á móti eintaki nýs rits, Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum og Sauðfjársetrið á Ströndum standa að útgáfu verksins. Dagrún Ósk Jónsdóttir, ritstjóri þess, afhenti forseta bókina. Forseti ritar formála þess og í því er m.a. birt frásögn langafa hans, Guðmundar Hjaltasonar alþýðufræðara, af fyrirlestraferðalagi hans um Strandir, mannlífi þar og staðháttum. Nánari upplýsingar um verkið má sjá hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar