Fréttir | 30. des. 2020

Sendiherra Rússlands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Rússlands, Mikhail V. Noskov, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um tengsl Íslands við Rússland í áranna rás, og þar á undan við Sovétríkin, meðal annars mikilvægi skipalesta í Seinni heimsstyrjöld og viðskipti á tímum kalda stríðsins. Þá var rætt um íslenska hátækni í sjávarútvegi sem rússnesk fyrirtæki nýta sér í æ ríkari mæli. Rætt var um stöðu samkynhneigðra í Rússlandi og rakti sendiherra sjónarmið rússneskra stjórnvalda í þeim efnum. Þá var rætt um málefni norðurslóða og formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu frá 2019. Í maí á næsta ári tekur Rússland við formennsku í ráðinu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar