Fréttir | 14. jan. 2021

Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands

Forseti situr hátíðarfund Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands og afhendir verðlaun. Fundurinn var haldinn í Fjölheimum á Selfossi. Þrír hlutu styrk og verðlaun úr sjóðnum, Benedikt Traustason, Catherine Rachael Ballagher og Maite Cerezo Araujo. Öll vinna þau að rannsóknum sem tengjast Suðurlandi á einn eða annan hátt. Forseti afhenti einnig Menntaverðlaun Suðurlands og féllu þau í hlut Snjólaugar Elínar Árnadóttur og Unnar Lífar Ingadóttur við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir nýsköpun í skólastarfi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar