Fréttir | 18. jan. 2021

Samrómur

Forsetahjón taka þátt í opnunarhátíð Lestrarkeppni grunnskólanna í Fellaskóla í Reykjavík. Keppnin snýst um að lesa setningar inn í orðabankann Samróm sem nota má til að tryggja íslenskri tungu sess í stafrænum heimi. Sjálfseignarstofnunin Almannarómur stendur að Samrómi, auk Háskólans í Reykjavík, Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Deloitte. Tveir nemar úr Fellaskóla hófu keppnina, þau Rúben Leó Ingólfsson og Sæunn Svava Óskarsdóttir, og Stúlknakór Fellaskóla söng tvö lög.

Sjá má upptöku með kynningu forsetahjóna á lestrarkeppninni hér.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar