Fréttir | 25. feb. 2021

Skjól

Forseti er viðstaddur hátíðaropnun Skjólsins. Skjólið er opið hús á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, til húsa á neðri hæð Grensáskirkju í Reykjavík. Það er ætlað konum sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að deginum til. Unnið er eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og verður starf Skjólsins þróað og mótað með þeim konum sem það sækja. Forseti flutti stutt ávarp á viðburðinum og sama gerði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem átti frumkvæði að stofnun Skjólsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar