Fréttir | 01. mars 2021

Þakkarbréf til Frakklands

Forseti sendir þakkarbréf til læknanna Aram Gazaria og Lionel Badet. Þeir eru í forsvari teymis lækna og hjúkrunarfræðinga sem framkvæmdu sögulega skurðaðgerð á Édouard Herriot sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem handleggir og axlir voru grædd á Guðmund Felix Grétarsson. Í bréfunum til læknanna segir að afrek þeirra sanni mátt vísinda og þekkingar, samvinnu og samkenndar. Fyrir það eigi þeir skilið virðingu heillar þjóðar. Þá sendi forseti einnig bréf til Emmanuels Macron Frakklandsforseta þar sem vakin er athygli á þessu þrekvirki læknavísindanna. 

Bréfin til læknanna má lesa hér og bréfið til Frakklandsforseta hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar