Fréttir | 22. júlí 2021

Samúð

Forseti sendir samúðarkveðjur vegna hamfaraflóða í Belgíu og Þýskalandi. Í bréfum til Filippusar konungs Belgíu og til Franks-Walters Steinmeiers, forseta Þýskalands, segir forseti að hugur Íslendinga sé með þeim sem misst hafi ástvini í flóðunum. Þá segir forseti að slíkar náttúruhamfarir veki fólk til umhugsunar um afleiðingar loftslagsbreytinga og nauðsyn þess að þjóðir heims standi saman um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Áður hafði forseti einnig vottað Þjóðverjum og Belgum samúð sína vegna flóðanna á samfélagsmiðlum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar