Fréttir | 23. sep. 2021

Íslenskir matþörungar

Forseti tekur á móti höfundum nýrrar bókar, Íslenskir matþörungar, og jafnframt matreiðslunemum og kennurum í því fagi við Menntaskólann í Kópavogi. Í ritinu er fjallað um þörunga til matargerðar, kosti þeirra og sjálfbærni í matframleiðslu. Höfundar eru Eydís Mary Jónsdóttir, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Að athöfn lokinni héldu matreiðslunemar með kennurum sínum í þörungatínslu á flæðiskerjum við Álftanes.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar