Fréttir | 25. sep. 2021

Forsetamerki

Forseti afhendir skátum forsetamerki í Bessastaðakirkju. Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi. Í stuttu ávarpi minnti forseti á mikilvægi skátastarfsins sem ætti sér alþjóðlegar rætur en stæði sterkt í íslenskum jarðvegi. Þá nefndi forseti að í skátastarfinu ættu ungmenni að efla með sér heilbrigt sjálfstraust og læra um leið mikilvægi samvinnu og samkenndar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar