• Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Fréttir | 21. okt. 2021

Ísland og umheimurinn

Forseti flytur opnunarávarp á málþingi í Þjóðminjasafni Íslands í tilefni útgáfu bókar um samband Íslands við umheiminn fyrr á öldum, Iceland‘s Shelter-Seeking Behavior. From Settlement to Republic. Höfundur er Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sverrir Steinsson, Tómas Joensen og Þorsteinn Kristinsson skrifa einnig kafla í ritið með Baldri. Í verkinu eru samskipti Íslendinga við umheiminn sett í samhengi við fræðikenningar um nauðsynlegt skjól smáríkja í alþjóðasamfélaginu að fornu og nýju.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar