• Þorleifur Gunnlaugsson tekur við Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir hönd sonar síns, Haraldar Þorleifssonar, fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík. Ljósmynd/Silja Rut
  • Ljósmynd/ÖBÍ
  • Ljósmynd/Silja Rut
  • Ljósmynd/Silja Rut
  • Ljósmynd/Silja Rut
Fréttir | 03. des. 2021

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins

Forseti situr hátíðarviðburð Öryrkjabandalags Íslands og veitir hvatningarverðlaun samtakanna á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að jafnrétti og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Forseti Íslands er verndari verðlaunanna sem í ár voru veitt Haraldi Inga Haraldssyni fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík. Upphaflegt markmið verkefnisins var að reisa 100 rampa í Reykjavík árið 2021 til að tryggja betra aðgengi fólks að opinberu rými. Það markmið náðist á aðeins 8 mánuðum og stefnir Haraldur nú að því að reisa 100 rampa um landið allt.

Auk þess voru eftirfarandi verkefni tilnefnd og hlutu þau öll viðurkenningu:

  • Reykjadalur í Mosfellsdal fyrir að auðga framboð á frístundastarfi fyrir fötluð börn og ungmenni.
  • Seres hugverkasmiðja fyrir sjónvarpsþáttaröðina Dagur í lífi.
  • Styrmir Erlingsson, fyrir hugrekki, kraft og metnað í starfi sínu sem stafrænn leiðtogi og verkefnastjóri hjá velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar