Fréttir | 06. des. 2021

Suðurnesja-Sprettur

Forseti tekur á móti nemendum með annað móðurmál en íslensku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfslið þaðan var einnig með í för. Nemendahópurinn tekur þátt í verkefninu Suðurnesja-Sprettur sem byggir á áætluninni Sprettur við Háskóla Íslands. Sprettur styður og undirbýr efnilega nemendur með innflytjendabakgrunn fyrir háskólanám og stuðlar þannig að jöfnum tækifærum til menntunar. Suðurnesja-Sprettur er af svipuðu tagi og hlaut styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjanesbæ, Háskóla Íslands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar