• Ljósmyndir/Stefán Þór Friðriksson
  • Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
  • Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
  • Ljósmynd/Steán Þór Friðriksson
Fréttir | 07. des. 2021

Landsliðin í hópfimleikum

Forseti flytur ávarp í móttöku til heiðurs landsliðum Íslands í hópfimleikum, í tilefni af góðum árangri liðanna á Evrópumótinu í Portúgal 2021. Íslenska kvennalandsliðið varð þar Evrópumeistari en íslenska karlalandsliðið hreppti silfurverðlaun. Auk þess átti Ísland þrjá fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins og í fyrsta skipti fulltrúa í vali um efnilegasta keppandann. Í ávarpi sínu óskaði forseti íþróttafólkinu til hamingju með glæstan árangur. Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, bauð til móttökunnar sem fram fór í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar