Fréttir | 19. maí 2022

Foreldraverðlaunin

Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp og afhendir verðlaun á viðurkenningarhátíð foreldrasamtakanna Heimili og skóli. í Safnahúsinu í Reykjavík. Þetta er í 27. skipti sem foreldraverðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að verðlauna foreldra sem vinna gott og óeigingjarnt starf skólasamfélögum til heilla.  Í ár hlaut Waldorfskólinn í Lækjarbotnum Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir verkefnið ,,Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“. Einnig var Hlín Magnúsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði einnig samkomuna auk forsetafrúar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar