Fréttir | 23. maí 2022

Konur af erlendum uppruna

Forseti tekur á móti hópi kvenna af erlendum uppruna. Fulltrúar Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar sjá um samkomustundir og dægradvöl fyrir konurnar og vinna þannig gegn félagslegri einangrun þeirra. Sumar kvennanna hafa búið hér áratugum saman, aðrar mun skemur. Í hópnum á Bessastöðum voru konur sem komu hingað frá Afganistan, Kirgistan, Marokkó, Nígeríu, Palestínu og Sýrlandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar