• Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Ljósmyndir/K.Maack
  • Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Rósu Gísladóttur og heitir Íhlutur.Ljósmyndir/K.Maack
  • Heiðursverðlaunin í ár eru stytta eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Ljósmyndir/K.Maack.
Fréttir | 28. júní 2022

Útflutningsverðlaunin 2022

Forseti afhendir Útflutningsverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að þessu sinni voru verðlaunin veitt fyrirtækinu EFLU og veitti Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri þess verðlaununum viðtöku. Við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari heiðraður fyrir störf sín á erlendum vettvangi.

Markmið Útflutningsverðlauna forseta Íslands er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.

Íslandsstofa er bakhjarl Útflutningsverðlauna forseta Íslands og gerði Hildur Árnadóttir stjórnarformaður hennar grein fyrir verðlaunahöfum. Verðlaunagripurinn til EFLU var listaverk Rósu Gísladóttur sem hún vann sérstaklega af þessu tilefni.

Í úthlutunarnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Gylfi Magnússon, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Hildur Árnadóttir frá Íslandsstofu og Sif Gunnarsdóttir frá embætti forseta Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar