• Ljósmynd: Fergus Burnett/fergusburnett.com
Fréttir | 19. sep. 2022

Útför Elísabetar II. Bretadrottningar

Forsetahjón fara til Lundúna og taka þar þátt í dagskrá vegna andláts Elísabetar II. Bretadrottningar. Sunnudaginn 18. september bauð Karl II. Bretakonungur til móttöku í Buckinghamhöll fyrir þjóðarleiðtoga og aðra erlenda gesti. Mánudaginn 19. september fór útför Elísabetar II. Bretadrottningar fram frá Westminster Abbey. Að henni lokinni sóttu forsetahjón móttöku utanríkisráðherra Bretlands í Church House við Dean’s Yard í Westminster. Sjá fréttatilkynningu.

Áður hafði forseti vottað bresku konungsfjölskyldunni og íbúum Stóra-Bretlands og Samveldisins samúð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar