• Forseti og gestir á Bessastöðum fylgjast með myndbandi úr keppni Forvarnardagsins.
  • Forseti ásamt fulltrúum aðila sem standa að Forvarnardeginum.
  • Verðlaunahafar úr Borgarhólsskóla.
  • Vinningarhafar úr Borgarholtsskóla.
Fréttir | 26. nóv. 2022

Verðlaun Forvarnardagsins 2022

Forseti afhendir verðlaun í verðlaunaleik Forvarnardagsins 2022 á Bessastöðum. Að þessu sinni kepptu hópar um gerð kynningarefnis í anda Forvarnardagsins og hlutu verðlaunin hópur úr Borgarhólsskóla á Húsavík og í flokki framhaldsskóla hópur úr Borgarholtsskóla í Reykjavík. Í hópnum úr Borgarhólsskóla voru Elísabet Ingvarsdóttir, Hildur Gauja Svavarsdóttir og Hrefna Ósk Davíðsdóttir; en í hópnum úr Borgarholtsskóla þau Arnar Már Atlason, Ísold Hekla Þórðardóttir og Óðinn Máni Gunnarsson. Við þetta tækifæri fluttu forseti og Alma Möller landlæknir ávarp en nokkrir aðilar standa saman að framkvæmd dagsins, auk embættis landlæknis, þar á meðal Heimili og skóli, ÍSÍ, Rannsóknir og greining, Reykjavíkurborg, SAFF, Samband sveitarfélaga, Samfés, Skátarnir og UMFÍ.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar