Fréttir | 19. des. 2022

Börn frá Úkraínu

Forseti tekur á móti úkraínskum börnum sem flúið hafa til Íslands vegna stríðsátaka í heimalandinu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Börnin, sem eru á aldrinum 8 til 15 ára, komu til Íslands í haust frá ýmsum landshlutum Úkraínu. Þau ganga nú öll í grunnskóla hér á landi og hafa fengið tímabundið skjól í vesturbæ Reykjavíkur á meðan leitað er varanlegs heimilis fyrir þau og fjölskyldur þeirra..

Samtökin Support Ukraine Iceland liðsinna flóttafólkinu og hafa bryddað upp á ýmsum viðburðum til að gleðja börnin á meðan þau aðlagast nýju lífi á Íslandi. Þar á meðal var jólaheimsókn til Bessastaða, þar sem forseti tók á móti börnunum, foreldrum þeirra og kennurum. Með í för voru einnig Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri fyrir Support Ukraine Iceland og Mihailo Ivaniak, prestur frá Úkraínu sem þjónar úkraínsku flóttafólki á Íslandi. Boðið var upp á léttar veitingar og færðu börnin forseta blóm og úkraínskt handverk sem þakklætisvott fyrir stuðning íslensku þjóðarinnar.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar