Fréttir | 16. mars 2023

Verndun villtra laxa

Forseti flytur setningarávarp við opnun ráðstefnu um verndun villtra laxa. Að ráðstefnunni stendur Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF) alþjóðlegrar stofnun sjálfboðaliða með höfuðstöðvar í Reykjavík. Í máli sínu minntist forseta forystu Orra heitins Vigfússonar á þessum vettvangi. Hann vitnaði einnig í það sjónarmið sjóðsins að fiskeldi á landi geti vel þjónað hagsmunum náttúru og mannlífs. Þá nefndi forseti mikilvægi þess að fólk geti notið íslenskrar náttúru, meðal annars með frjálsri för um víðerni og jarðeignir, upp til fjalla og niðri við haf og meðfram ám ef því er að skipta. Að setningarathöfn lokinni hlýddi forseti á erindi innlendra sem erlendra fræðimanna og umhverfissinna um skaðleg áhrif sjókvíaeldis á umhverfi og laxastofna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar