Forseti tók á móti hópi fánabera sem ætla að leggja Rauða krossinum á Íslandi lið á komandi misserum. Um er að ræða nýtt verkefni, byggt á danskri fyrirmynd, þar sem valdir einstaklingar úr menningar- og viðskiptalífinu taka að sér safna fé til mannúðarverkefna samtakanna. Hver hópur mun starfa í eitt ár.
Fánaberar Rauða krossins 2026 eru Andri Jónsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir, stofnendur og eigendur Barnaloppunnar, Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (CCEP), Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarkona, Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Sena Live og Iceland Airwaves, Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði, Safa Jemai, stofnandi og framkvæmdastjóri Víkonnekt og Mabrúka, Tanja Ýr Ástþórsdóttir, frumkvöðull og áhrifavaldur og Vilhelm Þór Da Silva Neto, leikari og grínisti.
Forseti Íslands, sem er verndari Rauða krossins, ávarpaði hópinn og sagði mikilvægt að fólk úr viðskipta- og menningarlífi, þar sem nýsköpun og frumkvöðlahugsun hefði löngum verið áberandi, styddi við starf mannúðarsamtaka. Hún bætti síðar við: „Hlutverk ykkar sem Fánabera er ekki aðeins að safna fé til góðra verka heldur einnig að breiða út mannúðina á tímum þar sem hún virðist vera á undanhaldi.“