Fréttapistill | 19. júní 2024

Til hamingju með kvenréttindadaginn

Hjartanlega til hamingju með kvenréttindaginn, kæru landsmenn! Þann 19. júní árið 1915 fengu konur rétt til að kjósa og bjóða sig fram í kosningum til Alþingis, að vísu með aldurstakmörkunum en þær voru fljótlega afnumdar. Kvenréttindadagurinn minnir okkur á mikilvægi jafnra tækifæra í öflugu samfélagi. Mér þykir vænt um að geta fagnað þessum degi með ykkur einu sinni enn og ítreka um leið fyrri heillaóskir til næsta forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur.
Ljósmynd: Í góðum félagsskap á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum. Í hlutverki fjallkonunar var Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 19. júní 2024.
  • Ljósmynd: Mirror Rose/Silla Páls
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar