Fréttapistill | 18. nóv. 2022

Gjöf til þjóðar

Les einhver Íslendingasögurnar lengur? Stundum er yfir því fárast að hinn mikli sagnaarfur okkar sé fallinn í gleymskunnar dá. Raunar eru til heimildir um slíkar umkvartanir allt aftur á 19. öld, en þrátt fyrir það lifa sögurnar enn góðu lífi. Ábyrgðin er hins vegar okkar sjálfra, að halda áfram að miðla þessum miklu sögum á ferskan hátt, ræða þær og greina með augum samtímans. Í gær var stórt skref tekið þegar 550 eintök af heildarútgáfu Íslendingasagnanna voru formlega afhent menningar- og viðskiptaráðherra. Þeim verður síðan dreift til bókasafna, skóla, heilbrigðisstofnana og annarra staða um landið allt. Vigdís Finnbogadóttir er verndari verkefnisins. Þessi veglega gjöf til þjóðarinnar er til þess fallin að styrkja sess Íslendingasagnanna til framtíðar og þakka ég Sögu forlagi og öllum þeim sem að verkinu standa. Eigi er sopið þó að í ausuna sé komið eins og segir í Grettis sögu en dugi nú hver sem má, stendur þar líka.

Birtist upphaflega á facebook-síðu forseta.

  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar