Veftré Print page English

12. desember 2014

Norsk útgáfa Flateyjarbókar

Forseti tekur á móti fyrsta bindi af Flateyjarbók í nýrri norskri þýðingu. Alls verður útgáfan sjö bindi og eru þau ríkulega myndskreytt. Forseti ritaði formála að verkinu og það gerðu einnig Haraldur Noregskonungur og Margrét Danadrottning. Bindið afhentu feðgarnir Torgrim og Bård Titlestad en fyrirtæki þeirra Saga Bok er útgefandi verksins. Að lokinni afhendingu verksins var rætt um útgáfur á íslenskum fornritum í Noregi en nýlega komu Íslendingasögurnar í heildarútgáfu einnig út á norsku. Formáli forseta.

12. desember 2014

Jólatré við Bessastaðstofu

Forseti tekur þátt í því að kveikja ljós á jólatrjám við Bessastaðastofu með aðstoð barna úr Álftanesskóla og leikskólunum Krakkakoti og Holtakoti.

11. desember 2014

Jólahátíð fatlaðra

Forseti sækir jólahátíð fatlaðra sem haldin er af frumkvæði André Bachmann. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á hátíðinni sem haldin er á Nordica hótelinu. Í ávarpi þakkaði forseti öllu því góða fólki sem kæmi að þessari hátíð á hverju ári en rúmlega þúsund manns sóttu hana nú.

11. desember 2014

Norðurslóðir: Kína og Norðurlönd

Forseti á fund með Michael Goodsite prófessor og Rasmus Gjedssø Bertelsen um þróun samstarfs á Norðurslóðum, tengsl vísindastofnana við rannsóknarstarf í Kína sem og tækifæri til að efla samstarf á þessum vettvangi. Prófessor Michael Goodsite er stjórnandi Nordic Center of Excellence og sérstaks verkefnis um samvinnu Norðurlanda og Kína í Stokkhólmi. Rasmus Gjedssø Bertelsen hefur lengi sinnt málefnum Norðurslóða og kennir nú við háskólann í Tromsö.

10. desember 2014

90 ára afmæli Rauða krossins

Forseti sækir afmælisfagnað Rauða krossins sem haldinn er í tilefni þess að 90 áru eru liðin frá því að deild Rauða krossins var stofnuð á Íslandi. Í ávarpi þakkaði forseti samtökunum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar störfin á undanförnum áratugum, hjálparstarf og aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur sem og í að efla vitund um mannúð og alþjóðlegt hjálparstarf. Rauði krossinn hefur verið öflugasti fulltrúi Íslands á hamfarasvæðum vítt og breitt um veröldina og í aðstoð við flóttamenn og þá sem glíma við skæðar farsóttir. Jafnframt hefur Rauði krossinn með öflugu sjálfboðaliðastarfi treyst samstöðu Íslendinga, bæði þjóðarinnar í heild sem og einstakra byggðarlaga.

08. desember 2014

Íslenskt atvinnulíf og Arctic Circle

Forseti á fund með fulltrúum fyrirtækja úr ýmsum greinum íslensks atvinnulífs, sem stutt hafa og tekið þátt í þingi Arctic Circle, um reynsluna af þinginu og áformin á næsta ári. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Háskólans í Reykjavík.

07. desember 2014

1955 árgangur MR

Forseti tekur á móti hópi fyrrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík, sem tók stúdentspróf árið 1955, og ræddi við þau um sögu Bessastaða að fornu og nýju, þróun lýðveldisins og stöðu þjóðarinnar. Guðrún Katrín heitin var í þessum árgangi.

05. desember 2014

Verðlaun Forvarnardagsins

Forseti afhendir verðlaun og viðurkenningar í samkeppni Forvarnardagsins en verðlaunahafar komu frá grunnskólum í Reykjavík, Kópavogi og á Selfossi. Fréttatilkynning.

04. desember 2014

Ríkisráð

Forseti stýrir fundi í ríkisráði þar sem Ólöf Nordal tók við embætti innanríkisráðherra í kjölfar á lausnarbeiðni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

03. desember 2014

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Forseti afhendir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin eru veitt stofnunum, fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum sem lagt hafa sérstaka rækt við að bæta aðbúnað og þjónustu við öryrkja. Í ávarpi á samkomunni þakkaði forseti Öryrkjabandalaginu fyrir að hafa breikkað og dýpkað skilning Íslendinga á hagsmunum og þörfum öryrkja. Hvatningarverðlaunin sýndu einnig hve víða væri vel að verki staðið til að bæta þjónustu við öryrkja. Mikilvægt væri að þrátt fyrir deilur og ágreining um ýmis mál gleymdist ekki að hampa því sem vel væri gert. Vefur ÖBÍ.

03. desember 2014

Orðunefnd

Forseti á fund með orðunefnd um málefni fálkaorðunnar.

02. desember 2014

Kosningaréttur kvenna

Forseti á fund með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, fyrrum forseta Alþingis, um hátíðarhöld og viðburði sem fram fara á næsta ári í tilefni þess að þá verða hundrað ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Sérstök nefnd vinnur að undirbúningi hátíðarhaldanna og er Ásta Ragnheiður starfsmaður hennar. Einnig eru fjölmörg samtök og aðilar víða um land að skipuleggja málþing, sýningar, samkomur og aðra atburði í tilefni þessara tímamóta.


01.12.2014  

Kvöldverður til heiðurs Alþingi

01.12.2014  

Háskólasamfélagið

01.12.2014  

Sýningar í Þjóðarbókhlöðu

01.12.2014  

Hátíð brautskráðra doktora

01.12.2014  

Hátíðarhöld stúdenta

28.11.2014  

Aðgengi að lífinu. Verðlaun til grunnskóla

27.11.2014  

Íslandsheimsókn indverskra kvenna

27.11.2014  

Sturla Þórðarson. 800 ár

25.11.2014  

Haustfundur Landsvirkjunar

24.11.2014  

Myndabók. Ísland úr lofti

22.11.2014  

Rannsóknir á íslenskum hestum við Cornell háskóla

22.11.2014  

Samstarf Íslands og Cornell

22.11.2014  

Fundur með íslenskum og erlendum nemendum við Cornell háskóla

21.11.2014  

Verðlaun Cornell háskóla

21.11.2014  

Fyrirlestur við Cornell háskóla

21.11.2014  

Fundur með vísindamönnum við Cornell háskóla

21.11.2014  

Samræður við stúdenta í alþjóðamálum

21.11.2014  

Cornell háskólinn. Safn íslenskra bókmennta og sögu

18.11.2014  

Fjölskylduhjálpin

18.11.2014  

Íþróttir fatlaðra

17.11.2014  

Þróun Háskóla Íslands

16.11.2014  

Bókmenntaklúbburinn Hana-nú

16.11.2014  

Umferðarslys. Minningardagur

15.11.2014  

Íslenska óperan

15.11.2014  

Sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins