Veftré Print page English

07. júlí 2015

Starfsemi Actavis. Forvarnardagur

Forseti á fund með Vali Ragnarssyni, forstjóra Medis, dótturfyrirtækis Actavis, um breytingar á framleiðslu Actavis á Íslandi en áfram verður rekin hérlendis viðamikil starfsemi í rannsóknum, þróun og þjónustu við lyfjaframleiðslu. Einnig var fjallað um árangurinn af Forvarnardeginum, samstarfsvettvangi æskulýðshreyfinga, skóla og sveitarfélaga sem Actavis hefur stutt frá upphafi en forseti hafði á sínum tíma frumkvæði um það víðtæka samstarf sem Forvarnardagurinn grundvallast á.

07. júlí 2015

Háskóli Sameinuðu þjóðanna

Forseti ræðir við rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, dr. David M. Mallone, og forstöðumenn þeirra fjögurra deilda skólans sem starfa á Íslandi, Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Fjallað var um þróun þessara deilda á Íslandi, hvernig sú reynsla getur nýst háskólanum í öðrum löndum og hvernig auka megi starfsemina, m.a. með því að bjóða sendinefndum stjórnenda ýmissa ríkja að sækja Ísland heim í sérstökum kynnisferðum sem skipulagðar yrðu af deildum háskólans á Íslandi. Í viðræðunum kynnti Dagfinnur Sveinbjörnsson einnig reynsluna af þjálfun indverskra jöklafræðinga á Íslandi og þann vísi að samstarfi á Himalajasvæðinu sem fundurinn í Bútan í febrúar fól í sér, en rektor Háskólans er þekktur fyrir fræðirit sín um Indland, Nepal og þjóðir á Himaalajasvæðinu.

06. júlí 2015

Nordjobb þátttakendur

Forseti tekur á móti þátttakendum í Nordjobb verkefninu sem dvelja á Íslandi við ýmis störf.

06. júlí 2015

Bandarískir háskólanemendur

Forseti tekur á móti nemendum frá bandaríska háskólanum Bell State University í Indiana sem dvalið hafa á Íslandi til að kynna sér skipulag velferðarþjónustu, félagslegar stofnanir og menntun barna og ungmenna.

05. júlí 2015

Minningarguðsþjónusta um Pétur Blöndal

Forseti sækir guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem helguð er minningu um Pétur Blöndal alþingismann sem lést í fyrri mánuði. 

03. júlí 2015

Samstarf um umhverfisvæna tækni

Forseti tekur á móti stjórnendum Carbon Recycling International, sem haft hefur frumkvæði um nýjar aðferðir í umhverfisvænni orkunýtingu, og kínverska bílaframleiðandans Geely sem undirritað hafa samkomulag um þróun þeirrar tækni sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar ásamt öðrum þátttakendum í CRI verkefninu hafa skapað á undanförnum árum. Sú reynsla sem fengist hefur af CRI verksmiðjunni á Reykjanesi gæti haft mikla þýðingu fyrir umhverfisvænni eldsneytisframleiðslu í Kína. Í samræðum rifjaði forseti upp fyrsta fundinn sem hann átti með hugvitsmönnum CRI fyrir um átta árum, heimsókn skömmu síðar til að skoða litla tilraunavél í iðnaðarhverfi í jaðri Reykjavíkur og upphaf framleiðslu í verksmiðjunni á Reykjanesi. Árangur þessa verkefnis væri ekki aðeins mikilvægur fyrir viðskipti og samstarf í orkumálum heldur varpaði hann einnig nýju ljósi á hvernig þjóðir gætu sameinað krafta sína í baráttunni gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum.

30. júní 2015

Útför Shlomo Moussaieff

Forseti flytur ræðu við útför tengdaföður síns, Shlomo Moussaieff, sem fram fór síðdegis í hæðum Jerúsalem að viðstaddri fjölskyldu, ættingjum og fjölda vina. Shlomo andaðist í gærkvöldi og var jarðsettur í dag samkvæmt helgisiðum gyðinga.

29. júní 2015

Breskar rannsóknir á Norðurslóðum

Forseti á fund í London með þingmönnunum James Gray og Mark Prisk og fulltrúum breskra stjórnvalda um kynningu á framlagi breskra rannsókna til Norðurslóða á þingi Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Reykjavík í október. Á þinginu í fyrra kynnti öflug sendinefnd breskra þingmanna áherslur Bretlands í málefnum Norðurslóða og nú er ríkur vilji til að leggja megináherslu á vísindi og rannsóknastarf. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stefnumótun í málefnum Norðurslóða í kjölfar á sérstakri skýrslu sem nefnd á vegum Lávarðadeildarinnar kynnti fyrir nokkrum mánuðum.

25. júní 2015

Glíman við fjármálakreppuna

Forseti situr kvöldverð í London sem Lakshmi Mittal, forstjóri ArcelorMittal, heldur til heiðurs stjórn Goldman Sachs bankans. Þar var m.a. rætt um glímuna við fjármálakreppuna, árangur Íslendinga og ákvarðanir varðandi fjármagnshöftin.

25. júní 2015

Hollt mataræði. Baráttan gegn sykurneyslu

Forseti á fund í London með Jo Ralling, stjórnanda fjölmiðlunarkerfis matreiðslumannsins Jamie Oliver, sem þekktur er fyrir sjónvarpsþætti sína og baráttu fyrir hollu mataræði. Rætt var m.a. um áhrif sykurneyslu meðal ungs fólks og annarra á aukna tíðni alvarlegra sjúkdóma og nauðsyn alþjóðlegs átaks gegn vaxandi sykurneyslu.

25. júní 2015

Siglingar á Norðurslóðum

Forseti á fund í London með Alexander Borodin, sem situr í ráðgjafaráði Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, um samstarf varðandi siglingar á Norðurslóðum, könnun á hafsvæðum og þátttöku rússneskra aðila í samræðum um þróun Norðurslóða.

24. júní 2015

Samtök Rauða krossins í smærri Evrópuríkjum

Forseti býður fulltrúum samtaka Rauða krossins í smærri ríkjum Evrópu til hádegisverðar á Bessastöðum en þeir taka þátt í samráðsfundi Rauða krossins sem haldinn er í Reykjavík; fundinn sækir einnig framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins Elhadj As Sy. Fulltrúarnir koma frá Færeyjum, Grænlandi, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Möltu og Svartfjallalandi. Mynd.


24.06.2015  

Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins

23.06.2015  

Sendinefnd frá Beijing

23.06.2015  

Sóun matvæla

22.06.2015  

Þátttakendur í Snorraverkefninu

22.06.2015  

Starfsfólk Múlalundar

20.06.2015  

Brautskráning frá Háskóla Íslands

20.06.2015  

Uppbygging og atvinnulíf á Norðurslóðum

19.06.2015  

Háðtíðarhöld á Austurvelli

19.06.2015  

Sendiherra Egyptalands

19.06.2015  

Kosningaréttur kvenna. Hátíðarfundur Alþingis

18.06.2015  

Kínversk umhverfisstofnun

18.06.2015  

Heimsókn til Sólheima

17.06.2015  

Erlendir sendiherrar. Þjóðhátíðarmóttaka

17.06.2015  

Orðuveiting

17.06.2015  

Hátíðarhöld 17. júní

16.06.2015  

Heiðursverðlaun Grímunnar

15.06.2015  

Fyrirlestur Ravi Batra

13.06.2015  

Tónskáldafélag Íslands

12.06.2015  

Íslensk-kanadíska viðskiptaráðið

12.06.2015  

Íslendingafélagið í Toronto

12.06.2015  

Fyrirlestur við háskólann í Toronto

11.06.2015  

Bandaríkin og Hringborð Norðurslóða

10.06.2015  

Forystufólk í viðskiptalífi á alþjóðaþinginu í Montréal

10.06.2015  

Vöruflutningar á sjó - þróun Norðurslóða

10.06.2015  

Þing norrænna svæfingarlækna