Veftré Print page English

05. febrúar 2016

Hugur og heimur. Opnun Kjarvalssýningar

Forseti flytur ávarp og opnar sýningu á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Opnun sýningarinnar var liður í Safnanótt. Ávarp forseta.

01. febrúar 2016

Menntun í málefnum Norðurslóða

Forseti á fund með Höllu Hrund Logadóttur, sem stýrt hefur Orkuskóla Háskólans í Reykjavík, um samstarf að eflingu menntunar í málefnum Norðurslóða sem gæti tengst samstarfi háskóla á vettvangi Arctic Circle.

30. janúar 2016

Vestnorræna ráðið

Forseti sendir ávarp sem flutt var á fundi Vestnorræna ráðsins sem haldinn var í Grindavík. Ávarp forseta.

26. janúar 2016

Alþjóðaráðstefna um jarðhita

Forseti á fund með Hákoni Gunnarssyni og Rósbjörgu Jónsdóttur um alþjóðlega ráðstefnu um jarðhita, Iceland Geothermal Conference 2016, sem haldin verður í Reykjavík í apríl en hana munu sækja mörg hundruð sérfræðinga í jarðhita og orkumálum sem og fulltrúar orkufyrirtækja og alþjóðastofnana. Fyrsta ráðstefna af þessu tagi var haldin á Íslandi fyrir nokkrum árum og er ráðstefnuhaldið liður í þeirri viðleitni að festa Ísland í sessi sem miðstöð alþjóðlegrar umræðu um nýtingu jarðhita.

26. janúar 2016

Nýsköpunarverðlaun

Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Einar Gunnar Guðmundsson, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna, kynnti störf sjóðsins og Yrsa Úlfarsdóttir, fulltrúi nemenda í stjórninni, lýsti þeim verkefnum sem tilnefnd höfðu verið til verðlaunanna. Forseti afhenti höfundum allra verkefnanna verðlaunaskjöl og tilkynnti að verðlaunin hlytu að þessu sinni Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir fyrir verkefnið Þekkirðu fuglinn?

25. janúar 2016

Listir, handverk og menning á Norðurslóðum

Forseti á fund með Rósu Björk Halldórsdóttur um kynningu  á listum, handverki  og menningu frumbyggja á Norðurslóðum í tengslum við þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle. Komið hefur verið á fót samstarfi um slíka kynningu víða á Norðurslóðum og voru verk þeirra kynnt á síðasta þingi Hringborðsins.

20. janúar 2016

Norðurslóðir. Rannsóknir á heimskautasvæðum

Forseti á fund í Lausanne í Sviss með Frederik Paulsen sem stuðlað hefur að margvíslegu samstarfi á Norðurslóðum og rannsóknum á Suðurskautslandinu. Stofnun hans hefur verið þátttakandi í Arctic Circle frá upphafi og um þessar mundir skipuleggur hann alþjóðlegan vísindaleiðangur sem sigla mun á rannsóknarskipi hringinn í kringum Suðurskautslandið. Leiðangurinn hefst í lok þessa árs og mun standa í fjóra mánuði. Þá var einnig fjallað um samstarf ríkja á Norðurslóðum og nauðsyn þess að styrkja menntun og starfsþjálfun ungra frumbyggja á Norðurslóðum.

19. janúar 2016

Vísindaverðlaun. Regnframleiðsla

Forseti er viðstaddur athöfn í tengslum við Heimsþing hreinnar orku og sjálfbærniráðstefnur í Abu Dhabi þar sem veitt eru sérstök verðlaun og styrkir til vísindamanna og rannsóknarstofnana sem vinna að þróun tækni til að framkalla regn með inngripum og áhrifum á skýjafar. Styrkirnir voru veittir í kjölfar alþjóðlegrar samkeppni og hlutu þá vísindamenn frá Japan, Þýskalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

19. janúar 2016

Samstarf á Norðurslóðum. Hrein orka

Forseti á fund í Abu Dhabi með dr. Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra í ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnarformanni Masdar, um þróun samstarfs á Norðurslóðum og aukna nýtingu hreinnar orku í kjölfar hins sögulega árangurs sem náðist á loftslagsráðstefnunni í París. Masdar hefur frá upphafi verið aðili að Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle og hefur lagt áherslu á þátttöku í grænum orkuverkefnum víða um veröld.

19. janúar 2016

Forseti Palár

Forseti á fund með Tommy Remengesau forseta Palár þar sem rætt var um áform Palár um sérstakt verndarsvæði á hafinu kringum eyjarnar og nauðsyn þess að styrkja eftirlit með ólöglegum fiskveiðum. Reynsla og tækni Íslendinga í fiskveiðum og sjávarútvegi, skráning afla og upplýsingar um ferðir fiskiskipa og löndun, gætu gagnast mörgum eyríkjum sem kappkosta að vernda fiskimið sín og byggja upp tæknivæddan og sjálfbæran sjávarútveg. Mynd.

19. janúar 2016

Svæðisskrifstofa FAO í Abu Dhabi

Forseti heimsækir svæðisskrifstofu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en skrifstofan annast ráðgjöf í sjávarútvegi og landbúnaði í ýmsum löndum á Arabíuskaga. Fjallað var um reynslu starfsmanna af slíkri ráðgjöf og helstu áherslur á komandi árum. Mynd.

19. janúar 2016

Þurrkun matvæla. IRENA

Forseti á fund ásamt Árna Mathiesen framkvæmdastjóra sjávarútvegsdeildar FAO með Adnan Amin framkvæmdastjóra IRENA og öðrum stjórnendum stofnunarinnar um nýtingu hreinnar orku til þurrkunar á matvælum. Verkefnið yrði byggt á reynslu Íslendinga við að þurrka þorskhausa, hryggi og annað sjávarfang sem áður var fleygt en nú er flutt út sem matvæli. Slík aðferð getur einnig nýst við að tryggja að kjöt og ávextir öðlist geymsluþol án frystingar til allt að tveggja ára. Myndir.


19.01.2016  

Viðurkenningar Zayed verðlaunanna

19.01.2016  

Forseti Seychelles eyja

19.01.2016  

Hagkerfi heimshafanna. Alþjóðaráðstefna

18.01.2016  

Heimsþing hreinnar orku. Móttaka

18.01.2016  

Umhverfisvæn steinsteypa

18.01.2016  

Fundur með Ban Ki-moon

18.01.2016  

Barátta gegn loftslagsbreytingum

18.01.2016  

Zayed verðlaunahátíðin

18.01.2016  

Heimsþing hreinnar orku

15.01.2016  

Norðurslóðir. Ritverk um efnahagsþróun

15.01.2016  

Lífríki. Hvalir og úthöfin

14.01.2016  

Vísindi, rannsóknir og menntun á Suðurlandi

14.01.2016  

Sæstrengur til Bretlands

13.01.2016  

Vestnorræna ráðið

11.01.2016  

Bandarískir guðfræðinemar

11.01.2016  

Blái herinn. Hreinsun stranda

09.01.2016  

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara

09.01.2016  

Dansk-Islands Samfund 100 ára

06.01.2016  

Menningarviðurkenningar RÚV

05.01.2016  

Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle

05.01.2016  

Viðtal við People's Daily

04.01.2016  

Hagkerfi hafanna. Sjálfbær sjávarútvegur

03.01.2016  

Jólatrésfagnaður

02.01.2016  

Íslensku bjartsýnisverðlaunin

01.01.2016  

Nýársmóttaka