Veftré Print page English

30. mars 2015

Þörungaræktun

Forseti heimsækir nýsköpunarfyrirtækið Alice sem vinnur að ræktun þörunga með nýjum aðferðum þar sem kostir jarðhita og koltvísýringur frá borholum eru notaðir til að ná fram hagkvæmni í hugsanlegri stórræktun þörunga. Framleiðslan yrði síðan m.a. nýtt í fæðubótarefni og snyrtivörur. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjárfesta á Norðurlöndum en hinir íslensku stofnendur fyrirtækisins komu fyrir nokkrum árum á fót fyrirtæki sem sérhæfði sig í litlum jarðvarmavirkjunum og nokkrar slíkar hafa verið reistar í Kenía í framhaldi af því. Bæði verkefnin hafa verið unnin af íslenskum sérfræðingum og fyrrum kennurum við Háskóla Íslands. Myndir.

30. mars 2015

Viðtal Le Monde

Forseti ræðir við Marie Charrel, blaðakonu frá franska dagblaðinu Le Monde, um endurreisn íslensks efnahagslífs í kjölfar fjármálakreppunnar, fjölþætta nýtingu jarðhita og mikilvægi hreinnar orku fyrir íslenskt efnahagslíf. Einnig var rætt um breytingar á Norðurslóðum og áhrif þeirra á stöðu Íslands en Frakkland hefur sýnt sérstakan áhuga á málefnum Norðurslóða frá því Sarkozy, þáverandi Frakklandsforseti, skipaði Michel Rocard, fv. forsætisráðherra, sérstakan sendimann Frakklands í málefnum heimskautanna.

30. mars 2015

Ísland-Færeyjar: Orðabækur

Forseti á fund um eflingu tengsla Íslendinga og Færeyinga m.a. með útgáfu orðabóka en fyrir nokkrum árum kom út íslensk-færeysk orðabók sem Jón Hilmar Magnússon hafði unnið að og gefin var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Hann hefur síðan á undanförnum árum unnið að efnissöfnun í færeysk-íslenska orðabók.

27. mars 2015

Kína. Umhverfisvæn orka

Forseti tekur á móti sendinefnd frá CECEP, ríkisstofnun í Kína sem ætlað er að bæta nýtingu grænnar orku og verndun umhverfis. Sendinefndin hefur heimsótt Ísland til að kynna sér árangur í nýtingu jarðhita og margvíslegar leiðir til að efla umhverfisvæna orku í orkubúskap þjóða. Rætt var um árangurinn í jarðhitasamvinnu Íslands og Kína og hvernig nýta má jarðhita til ylræktar og fiskeldis sem og til að þurrka matvæli og þannig stuðla að fullnýtingu þeirra.

27. mars 2015

Startup Energy Reykjavík

Forseti flytur ávarp í upphafi kynningarfundar Startup Energy Reykjavík en þar kynna ýmis ný frumkvöðlafyrirtæki hugmyndir og tækni á mörgum sviðum orkumála. Að kynningunni standa Arion banki, Landsvirkjun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Georg, samtök um jarðhitatækni.

26. mars 2015

Ársfundur Seðlabankans

Forseti situr ársfund Seðlabanka Íslands þar sem fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson og Már Guðmundsson seðlabankastjóri fluttu ræður.

25. mars 2015

Sendiherra Kína

Forseti og forsetafrú sitja kvöldverðarboð sendiherra Kína, Zhang Weidong, og konu hans. Rætt var um kynni þeirra af landi og þjóð, þróun íslensks samfélags og samvinnu landanna, einkum á sviði vísinda og rannsókna, jarðhita, loftslagsmála, Norðurslóða og á fleiri sviðum. Samvinnan tæki nú til fjölmargra sviða og hefði einkum vaxið síðan þáverandi forseti Kína, Jiang Zemin, kom í opinbera heimsókn til Íslands árið 2002.

25. mars 2015

Skipulag Garðabæjar og Álftaness

Forseti á fund með forráðamönnum skipulagsstjórnar og umhverfismála í Garðabæ í tilefni af því að unnið er að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið. Rætt var um stöðu Bessastaða, forsetasetrið og náttúrufar og fuglalíf á Bessastaðanesi sem og vaxandi áhuga erlendra ferðamanna og almennings á að heimsækja staðinn og skynja sögu hans og náttúru.

25. mars 2015

Réttindi samkynhneigðra

Forseti ræðir við Troy Jónsson um réttindi samkynhneigðra á Íslandi, áherslur í baráttu hans og þátttöku í alþjóðlegri keppni sem haldin verður í Suður-Afríku í lok apríl.

24. mars 2015

Menningarverðlaun DV

Forseti afhendir heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV á samkomu í Iðnó en þau hlaut Guðrún Helgadóttir rithöfundur. Í ávarpi rakti forseti hvernig bækur Guðrúnar væru orðnar að sígildum bókmenntum Íslendinga. Sérhver ný kynslóð tileinkaði sér sögurnar og þær myndu lifa um langan aldur. Þakkaði hann Guðrúnu fyrir framlag hennar til íslenskra bókmennta og menningar.

24. mars 2015

Sendiherra Rússlands

Forseti á fund með sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, um þróun samvinnu á Norðurslóðum, þing Hringborðs Norðurslóða næsta haust og vaxandi áhuga á að varpa ljósi á þróun svæða innan ríkja á Norðurslóðum. Þá greindi sendiherra frá fyrirhugaðri ráðstefnu um stjórnskipun og réttarfar sem halda á í Pétursborg í lok maí; loks var rætt um þróun mála í Úkraínu í kjölfar samkomulagsins sem gert var í Minsk að tilstuðlan forystumanna Rússlands, Þýskalands og Frakklands.

24. mars 2015

Samvinna Háskólans á Akureyri og Western Kentucky háskólans

Forseti á fund með rektorum Háskólans á Akureyri og Western Kentucky háskólans í Bandaríkjunum og öðrum forystumönnum háskólanna um samvinnu þeirra en sendinefnd Western Kentucky háskólans hefur í heimsókn sinni til Íslands unnið að mótun verkefnaskrár fyrir þessa samvinnu. Stefnt er að samskiptum nemenda, kennara og vísindamanna við báðar stofnanir, m.a. með tilliti til rannsókna á Norðurslóðum, loftslagsbreytingum, breytingum á náttúrunni, heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og á fleiri sviðum. Samvinnan gæti líka tengst smærri ríkjum í Karíbahafi og þróun Golfstraumsins en Western Kentucky háskólinn hefur komið á fót slíkri samvinnu við samfélögin í Karíbahafi.


23.03.2015  

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum

23.03.2015  

Nýjar leiðir í matvælaframleiðslu

21.03.2015  

Kínverskir þátttakendur í Fanfest

21.03.2015  

Aldarafmæli vélstjórnarmenntunar

20.03.2015  

Íslensku þekkingarverðlaunin

20.03.2015  

ABC barnahjálp

19.03.2015  

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

18.03.2015  

Sendiherra Nígeríu

18.03.2015  

Sendiherra Síles

17.03.2015  

Sendiherra Ísraels

17.03.2015  

Sendiherra Kósóvó

17.03.2015  

Hringborð Norðurslóða

16.03.2015  

Vestnorræna ráðið

16.03.2015  

Samstarf við Kína

16.03.2015  

Norðurlandaráð

14.03.2015  

HönnunarMars

14.03.2015  

AFS skiptinemar

13.03.2015  

Alþingi

12.03.2015  

BBC og Norðurslóðir

11.03.2015  

Sjálfstæðishátíð Litháens

10.03.2015  

Hátíðarkvöldverður forseta Litháens

10.03.2015  

Fyrirlestur í Mykolas Romeris háskólanum

10.03.2015  

Forseti litháenska þingsins

10.03.2015  

Hádegisverður forsætisráðherra Litháens

10.03.2015  

Viðræður við forseta Litháens