Veftré Print page English

01. september 2014

Vestnorræna ráðið

Forseti efnir til kvöldverðar til heiðurs Vestnorræna ráðinu en það skipa þingmenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og heldur ráðið ársfund sinn á Íslandi næstu daga. Kvöldverðinn sátu einnig forsætisráðherrar landanna og þingforsetar.

01. september 2014

Fylgið hvalnum

Forseti á fund með fulltrúum Fylgið hvalnum verkefnisins sem byggir á að nýta tækni sem m.a. hefur verið þróuð af Stjörnu-Odda og sérfræðingum við Háskóla Íslands og gerir einstaklingum, börnum, nemendum og fjölskyldum kleift að fylgjast í snjallsímum og tölvum með ferðum hvala um úthöfin og fræðast um leið um margvíslega eiginleika hafanna.

01. september 2014

Íslenskt eldsneyti

Forseti á fund með fulltrúum fyrirtækisins Íslenskt eldsneyti og sænskum samstarfsaðilum þeirra um nýtingu þörunga og lífrænna efna til framleiðslu á eldsneyti, m.a. með því að nota koltvísýring frá verksmiðjum, og stuðla þannig að umhverfisvænni umferð og orku.

30. ágúst 2014

Forsætisráðherra Grænlands

Forseti á fund með forsætisráðherra Grænlands Aleqa Hammond sem heimsækir Ísland í tilefni af fundum Vestnorræna þingmannasambandsins. Rætt var um þróun mála á Grænlandi, aukið samstarf við Ísland á ýmsum sviðum, bæði á vettvangi atvinnulífs, samgangna og heilbrigðisþjónustu. Einnig var rætt um samstarf á Norðurslóðum og hvernig Íslendingar og Grænlendingar bregðast við sívaxandi áhuga annarra ríkja, bæði í Evrópu og Asíu á svæðinu.

29. ágúst 2014

Samtök um framfærsluréttindi

Forseti á fund með forsvarsmönnum Samtaka um framfærsluréttindi sem vilja leiðrétta margvíslega annmarka á bóta- og velferðarkerfinu. Fátækt fólk og láglaunafólk á víða á brattann að sækja í þessum efnum og mætir margvíslegum erfiðleikum þegar það reynir að leita réttar síns.

29. ágúst 2014

Startup Reykjavík

Forseti flytur ávarp við upphaf kynningarráðstefnu Startup Reykjavík sem haldin er í húsakynnum Arion banka, en bankinn hefur ásamt Klak Innovit verið bakhjarl þróunar nýsköpunarverkefna. Í ávarpi fjallaði forseti m.a. um hvernig reynsla síðustu tuttugu ára sýndi að Ísland er frjór jarðvegur fyrir margvíslega nýsköpun sem getið hefur af sér fjölda traustra fyrirtækja.

28. ágúst 2014

Ungir sænskir fjárfestar

Forseti á fund með hópi ungra fjárfesta frá Svíþjóð og íslenskum gestgjöfum þeirra um þróun íslensks atvinnulífs, nýsköpun og fjárfestingar sem og reynsluna af glímunni við efnahagserfiðleika undanfarinna ára.

28. ágúst 2014

Loftslagsbreytingar. Rannsóknir

Forseti á fund með Wally Broecker, prófessor við Columbia háskólann í Bandríkjunum, um þróun rannsókna á loftslagsbreytingum en hann hefur um áraraðir stjórnað slíkum rannsóknum við háskólann og á alþjóðavettvangi.

27. ágúst 2014

Ræktun. Útflutningur á fóðri

Forseti á fund með Elvari Eyvindssyni um möguleika á að nýta betur land til ræktunnar, m.a. í þágu útflutnings á heyi fyrir nautgripi og sauðfé.

27. ágúst 2014

Rauði krossinn

Forseti á fund með Sveini Kristinssyni formanni Rauða krossins og Hermanni Ottóssyni framkvæmdastjóra um verkefni Rauða krossins, landssöfnun sem fram fer í næsta mánuði og kynningu á margvíslegu framlagi Rauða kross Íslands til hjálparstarfs á Íslandi.

26. ágúst 2014

Ráðstefna um kolefni

Forseti flytur ávarp í hátíðarsal Háskóla Íslands við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um kolefni, International Carbon Conference. Ráðstefnuna sækir fjöldi vísindamanna víða að úr veröldinni og standa að henni fimm samtök, m.a. norræn samstarfssamtök á sviði kolefnisbindingar og CarbFix verkefnið sem lýtur forystu vísindamanna við Háskóla Íslands. Í ávarpinu rakti forseti þróun umræðunnar um loftslagsbreytingar á síðustu árum, aukna samstöðu innan vísindasamfélagsins og hvernig reynsla Íslendinga af nýtingu hreinnar orku og margvíslegum vísindaverkefnum gæti nýst í þessu sambandi. Rakti hann hvernig CarbFix verkefnið hefði fyrir átta árum sprottið upp úr samræðum íslenskra og bandarískra vísindamanna og ítrekaði hve mikilvægt væri að hið alþjóðlega vísindasamfélag gerði sig gildandi í umræðunni um loftslagsbreytingar.

19. ágúst 2014

Afmæli Blindrafélagsins

Flutt er ávarp forseta á myndbandi á hátíðarsamkomu Blindrafélagsins í tilefni af 75 ára afmæli þess. Ávarp


15.08.2014  

Listaháskólinn

15.08.2014  

Framkvæmdir á Norðurslóðum

14.08.2014  

Háskólinn á Bifröst. Dreifbýli og Norðurslóðir

14.08.2014  

Græna verkefnið. Háskólanemar

13.08.2014  

Norræn steinsteypuráðstefna

12.08.2014  

Auðlindir hafsins

12.08.2014  

Norðurskautsráðið

11.08.2014  

Sendiherra Japans

11.08.2014  

Réttarríki og lagaþróun í Rússlandi

10.08.2014  

Minnisvarði um Guðmund Ólafsson á Fitjum

09.08.2014  

Íslenski geitastofninn

08.08.2014  

Umhverfissinnar

07.08.2014  

Jarðhitavæðing í Kína

06.08.2014  

Sendiherra Noregs

06.08.2014  

Samvinna Íslands og Indlands

28.07.2014  

Jarðfræðinemar frá Utah

28.07.2014  

Forseti Stórþingsins

27.07.2014  

Íslandsmót í hestaíþróttum

26.07.2014  

Sýning um ferðir Kerguelens til Íslands

26.07.2014  

Vígsla trébryggjunnar við Franska spítalann

26.07.2014  

Endurgerð frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði

26.07.2014  

Blessun Litlu kapellunnar á Fáskrúðsfirði

26.07.2014  

Minningarathöfn í Franska grafreitnum

25.07.2014  

Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju

25.07.2014  

Jarðarför Vilhjálms Hjálmarssonar