Veftré Print page English

29. júlí 2015

Samúðarkveðjur. Lát Abdul Kalam

Forseti sendir forseta Indlands Pranab Mukherjee samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni vegna andláts fyrrum forseta Indlands, Abdul Kalam. Í kveðjunni minnist forseti á heimsókn Kalams til Íslands árið 2005 sem var fyrsta heimsókn indversks þjóðhöfðingja til Íslands, og reyndar til Norðurlanda, og þakkaði þá vináttu og stuðning sem hinn látni forseti hefði sýnt Íslendingum og samvinnu Íslendinga og Indverja. Fréttatilkynning.

Meira
28. júlí 2015

Fundur með Ségolène Royal

Forseti á fund með Ségolène Royal, ráðherra umhverfis, sjálfbærni og orku í ríkisstjórn Frakklands, en hún heimsækir Ísland í boði utanríkisráðherra og iðnaðarráðhera og í framhaldi af fundum með forseta Íslands í Abu Dhabi og París fyrr á þessu ári. Á fundinum á Bessastöðum nú var áréttuð nauðsyn þess að halda áfram að efla samvinnu Íslands og Frakklands á sviði jarðhita og nýtingar endurnýjanlegrar orku, einkum með tilliti til kynningar á slíkum lausnum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember. Nýting jarðhita getur verið mikilvægt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og styrkt sjálfstæði landa í orkumálum. Á fundinum kom fram ríkur vilji til að efla samstarf Íslands og Frakklands á þessu sviði og fagnaði forseti nýjum lögum í Frakklandi sem munu stuðla að breytingum í orkumálum í átt að hagvexti, byggðum á grænni orku. Jafnframt þakkaði hann ráðherranum og frönsku stjórninni fyrir metnaðarfullan og fjölþættan undirbúning að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21, sem haldin verður í París og féllst forseti á  að taka þátt í margvíslegum viðburðum og málstofum um jarðhita sem skipulagðar verða af frönskum stjórnvöldum og öðrum þátttakendum í ráðstefnunni. Ennfremur var ítarlega fjallað um myndun alþjóðlegs vettvangs sem styrkt gæti samstarf ríkja, rannsóknarstofnana, fyrirtækja og fjármálastofnana í því skyni að stórefla nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu vítt og breitt um veröldina. Íslenskir og franskir aðlar munu á næstunni ræða ýmsar hugmyndir í þessu skyni.

28. júlí 2015

Heimsókn Ségolène Royal

Forseti á í dag fund með Ségolène Royal, umhverfis-, sjálfbærni- og orkumálaráðherra Frakklands, sem heimsækir Ísland til að kynna sér fjölþætta nýtingu jarðhita og undirbúa umfjöllun um hreina orku á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember. Fréttatilkynning.

Meira
26. júlí 2015

Auðlindir hafsins. Loftslagsbreytingar

Forseti ræðir við Peter Seligmann, stjórnanda bandarísku umhverfissamtakanna Conservation International, sem mjög hafa látið til sín taka við verndun hafsvæða og baráttu gegn loftslagsbreytingum en áformað er að samtökin haldi stjórnarfund á Íslandi á næsta ári, einkum til að kynna sér nýtingu sjávarauðlinda, fiskveiðar og vinnslu sem og þróun margvíslegra tæknifyrirtækja sem sprottið hafa upp í tengslum við íslenskan sjávarútveg. Þá vinna samtökin að undirbúningi sérstakra kynninga á loftslagsráðstefnunni í París í desember sem frönsk stjórnvöld hafa falið þeim að gera. Nokkrir aðrir stjórnarmenn Conservation International, sem einnig heimsækja Ísland, tóku þátt í viðræðunum.

24. júlí 2015

Sendiherra Indlands

Forseti á fund með sendiherra Indlands, Ashok Das, sem nú lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna, aðild Indlands að Norðurskautsráðinu, þjálfun jöklafræðinga á Íslandi, vaxandi áhuga á viðskiptum og mikilvægi þeirra lýðræðishefða sem einkenna stjórnarfar í báðum löndunum.

24. júlí 2015

Viðtal CNN

Forseti ræðir við Bill Weir, fréttamann CNN, sem vinnur að gerð þáttar um Ísland. Fjallað var um náttúru landsins og menningu þjóðarinnar, nýtingu hreinnar orku, bráðnun jökla og loftslagsbreytingar, þróun ferðaþjónustu og framtíð Norðurslóða.

21. júlí 2015

Nýsköpun í atvinnulífi

Forseti ræðir við Sölva Tryggvason um nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann annast nú þætti um það efni á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

20. júlí 2015

Undirskriftasöfnun Þjóðareignar

Forseti tekur á móti forsvarsmönnum undirskriftasöfnunar Þjóðareignar þar sem hvatt er til þess að forseti vísi í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hafi verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra. Nöfn 53.571 Íslendinga fylgdu með áskoruninni. Forseti vísaði af þessu tilefni til yfirlýsingar sem hann gaf út 9. júlí 2013 þar sem stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn voru hvött til að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslu til þjóðarinnar. Jafnframt lýsti forseti hvernig undirskriftasafnanir og meðferð mála varðandi fjölmiðlafrumvarp, lög um Icesave og sú söfnun sem nú væri afhent sýndu allar hve lifandi málskotsrétturinn væri í hugum þjóðarinnar. Almenningur í landinu hefði áréttað hann með ólíkum hætti og þessi fjögur dæmi væru skýr staðfesting þess.

20. júlí 2015

Biblía Gídeonfélagsins

Forseti tekur á móti forráðamönnum Gídeonfélagsins sem afhenda sérstaka hátíðarútgáfu af Biblíunni en sú útgáfa er afhent þjóhöfðingjum um tvö hundruð landa í tilefni þess sögulegs áfanga að alþjóðasamtök Gídeonfélaga hafa afhent tvo milljarða eintaka af Biblíunni og Nýja testamentinu. Þau hafa verið afhent í flestum löndum heims frá upphafi 20. aldar. Í tengslum við afhendinguna var rætt um starfsemi Gídeonfélagsins á Íslandi og þá löngu hefð að félagið hefur afhent íslenskum ungmennum Nýja testamentið.

18. júlí 2015

Jarðarför Guðmundar Bjarnasonar

Forseti sækir jarðarför Guðmundar Bjarnasonar fyrrum bæjarstjóra Neskaupsstaðar og Fjarðabyggðar og forystumanns í málefnum Austfirðinga. Útförin var frá Norðfjarðarkirkju. 

18. júlí 2015

Heimsókn geimfara

Forseti tekur á móti bandarísku geimförunum Walter Cunningham og Russell Schweickart og börnum og barnabörnum Neil Armstrong geimfara en þeir tóku þátt á sínum tíma í þjálfun á Íslandi til undirbúnings ferða til tunglsins. Heimsóknin var skipulögð af Könnunarsafninu á Húsavík og er liður í að efla varðveislu þeirrar sögu sem tengir Þingeyjarsýslurnar og Ísland sérstaklega við undirbúning tunglferða.

17. júlí 2015

Framtíð ferðaþjónustu

Forseti á fund með Svend-Olof Lindblad sem stjórnar alþjóðlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum á undrastaði í náttúru jarðar. Fyrirtækið hefur um árabil siglt skipum á Norðurslóðir og í sumar hefur National Geographic Explorer verið á hringferð um Ísland. Rætt var um margvísleg ný tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurslóðum og möguleika Íslands í því sambandi.


13.07.2015  

Sendiherra Kína

12.07.2015  

Ted Turner stofnunin

12.07.2015  

Hringferð Explorer. Hrein orka og sjálfbær sjávarútvegur

09.07.2015  

Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar

08.07.2015  

Kína og Víetnam. Jarðhiti og sjávarútvegur

08.07.2015  

Hringborð Norðurslóða

08.07.2015  

Vísindaráð Kerecis

07.07.2015  

Meðferð fíknisjúkdóma

07.07.2015  

Starfsemi Actavis. Forvarnardagur

07.07.2015  

Háskóli Sameinuðu þjóðanna

06.07.2015  

Nordjobb þátttakendur

06.07.2015  

Bandarískir háskólanemendur

05.07.2015  

Minningarguðsþjónusta um Pétur Blöndal

03.07.2015  

Samstarf um umhverfisvæna tækni

30.06.2015  

Útför Shlomo Moussaieff

29.06.2015  

Breskar rannsóknir á Norðurslóðum

25.06.2015  

Glíman við fjármálakreppuna

25.06.2015  

Hollt mataræði. Baráttan gegn sykurneyslu

25.06.2015  

Siglingar á Norðurslóðum

24.06.2015  

Samtök Rauða krossins í smærri Evrópuríkjum

24.06.2015  

Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins

23.06.2015  

Sendinefnd frá Beijing

23.06.2015  

Sóun matvæla

22.06.2015  

Þátttakendur í Snorraverkefninu

22.06.2015  

Starfsfólk Múlalundar