Veftré Print page English

26. nóvember 2015

Markaðsmaður ársins

Forseti afhendir verðlaunin Markaðsmaður ársins sem ÍMARK samtökin standa að. Verðlaunin hlaut Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Verðlaunin eru nú veitt annað hvert ár.

24. nóvember 2015

Eldri borgarar frá Vesturgötu 7

Forseti tekur á móti hópi eldri borgara frá Félagsmiðstöðinni Vesturgötu 7 og ræðir við þá um sögu Bessastaða, muni og minjar sem prýða staðinn.

23. nóvember 2015

Landsvirkjun

Forseti á fund með forstjóra Landsvirkjunar Herði Arnarsyni þar sem rætt var um þróun orkumála, vaxandi eftirspurn, verkefni fyrirtækisins, vöxt gagnavera, samskipti við álfyrirtæki og önnur stóriðjufyrirtæki sem og athugun á kostum sæstrengs milli Íslands og Bretlands.

22. nóvember 2015

Viðtal á Rás 2. Heimsókn til Asíu og viðbrögð við hryðjuverkum.

Forseti er í viðtali í sunnudagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar á Rás 2 í Ríkisútvarpinu um nýlega ferð til Víetnams, Singapúr og Kóreu, þátttöku Asíuríkja í samstarfi á Norðurslóðum, baráttu gegn loftslagsbreytingum sem og viðbrögð í kjölfar hryðjuverkanna í París, alþjóðlega samstöðu og varðveislu hins opna og umburðarlynda samfélags um leið og horfst sé af hreinskilni og einurð í augu við þá ógn sem hryðjuverkin fela í sér. Viðtalið

21. nóvember 2015

Söfnun Samhjálpar

Forseti tekur þátt í söfnun Samhjálpar í þágu þeirra sem glíma við alvarlegan fíkniefna- og áfengisvanda. Viðtalið var í beinni útsendingu á Stöð 2, en dagskrá kvöldsins var helguð söfnuninni. Forseti er verndari landssöfnunarinnar.

20. nóvember 2015

Afmælishátíð Hafrannsóknastofnunar

Forseti sendir kveðju á afmælishátíð Hafrannsóknastofnunar sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli hennar. Kveðja forseta.

19. nóvember 2015

Þjóðhátíðardagur Mónakós

Forseti er sérstakur gestur Alberts II á þjóðhátíðardegi Mónakós, situr hádegisverð í höllinni og sækir hátíðarsýningu á óperunni Tosca. Albert II hefur um áraraðir verið samstarfsmaður forseta í málefnum Norðurslóða og flutti m.a. ræðu á setningarathöfn Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle í Reykjavík í október síðastliðnum.

17. nóvember 2015

Hryðjuverkárásin í París. Viðtal við Bylgjuna

Forseti ræðir við morgunþátt Bylgjunnar um viðbrögð við hryðjuverkaárásinni í París, nauðsyn á víðtækri alþjóðlegri samstöðu og mikilvægi þess að rætt sé á yfirvegaðan hátt um þau þáttaskil sem orðið hafa sem og um eðli vígasveita ISIS og atlögu þeirra að þeirri siðmenningu sem byggir á lýðræði og mannréttindum. Viðtal

16. nóvember 2015

Þekking á Kína. Ný menntastofnun

Forseti tekur í London þátt í viðtölum við unga háskólastúdenta frá ýmsum löndum Evrópu sem yrðu meðal nemenda við nýja menntastofnun sem ætlað verður að efla þekkingu og skilning nýrra kynslóða á Vesturlöndum og víðar í veröldinni á Kína, samfélagi, menningu, atvinnulífi og stjórnarháttum. Menntastofnunin, sem ber heitið Schwarzman Scholars, er byggð á aldarlangri hefð Rhodes Scholars prógrammsins og starfar í tengslum við einn helsta háskóla Kína, Tsinghua háskólann í Beijing. Forsetar Kína og Bandaríkjanna, Xi Jinping og Barrack Obama, lýstu stuðningi við þessa nýju menntastofnun þegar tilkynnt var um stofnun hennar og hún nýtur einnig stuðnings forystumanna víða um heim. Um 3000 umsóknir bárust og verða 100 valdir til að skipa fyrsta árganginn og munu þeir koma frá löndum í Evrópu, Afríku og Asíu sem og frá Bandaríkjunum. Í árganginum verða einnig kínverskir námsmenn. 

14. nóvember 2015

Viðtal við Stöð 2

Forseti ræðir við fréttastofu Stöðvar 2 um hryðjuverkaárásina í París og viðbrögðin við henni.

14. nóvember 2015

Viðtal við ríkisútvarpið

Forseti ræðir við fréttastofu ríkisútvarpsins um hryðjuverkaárásina í París og viðbrögð við henni. Viðtal

14. nóvember 2015

Samúðarkveðjur til forseta Frakklands

Forseti Íslands sendir forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. Hugur okkar og bænir séu hjá hinum látnu, fjölskyldum þeirra og vinum, sem og hjá þeim sem særðust og aðstandendum þeirra. Árásin hafi verið bæði atlaga að frönsku þjóðinni og siðmenningu okkar tíma, frelsi, lýðræði og mannréttindum. Hún kalli á enn öflugri samstöðu þjóða heims gegn hinum skelfilegu öflum sem hiki ekki við að fórna lífi almennings, karla og kvenna sem ekkert hafa til saka unnið.


13.11.2015  

Íslendingar í Singapúr

13.11.2015  

Fyrirlestur við Yale-NUS háskólann

13.11.2015  

Keppel

13.11.2015  

Farfuglar úr norðri á regnskógasvæði Singapúrs

13.11.2015  

Þróun Singapúrs. Umhverfisvænar borgir

12.11.2015  

Lokafundur Arctic Circle Forum í Singapúr

12.11.2015  

Opinber heimsókn til Singapúrs

12.11.2015  

Arctic Circle Forum í Singapúr

11.11.2015  

Hátíðarkvöldverður

11.11.2015  

Forsætisráðherra Singapúrs

11.11.2015  

Fundur með forseta Singapúrs

11.11.2015  

Hafnaryfirvöld í Singapúr. Viðbúnaður vegna olíumengunar

10.11.2015  

Umhverfissjóðurinn Green Climate Fund

10.11.2015  

Heimskautastofnun Kóreu

09.11.2015  

Heiðursdoktor við Kookmin háskóla

09.11.2015  

Fundur með forseta Kóreu

09.11.2015  

Alþjóðaviðskiptaráð Kóreu

09.11.2015  

Fundur með kóreskum skipafélögum

09.11.2015  

Reglur og samstarf um framkvæmdir á Norðurslóðum

07.11.2015  

Mekong svæðið

07.11.2015  

Morgunverðarfundur með borgarstjóra

06.11.2015  

Ræðismaður Íslands í Ho Chi Minh borg

06.11.2015  

Cu Chi stríðsgöngin

06.11.2015  

Málþing um þróun sjávarútvegs

05.11.2015  

Fundur og kvöldverður með borgarstjóra Ho Chi Minh