Veftré Print page English

10. október 2015

Geðheilbrigðisdagurinn

Forseti flytur ávarp í upphafi hátíðarhalda í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum en forseti er verndari dagsins. Setningin fór fram í anddyri Útvarpshússins og þaðan var gengið í fylkingu í Kringluna þar sem dagskrá verður fram eftir degi. Í ávarpi fagnaði forseti auknum skilningi á geðsjúkdómum og þakkaði þeim sem hafa opnað umræðuna og skapað meira umburðarlyndi og þekkingu. Mikilvægt væri að árétta að þótt fólk glímdi við geðsjúkdóma gæti það lagt mikið af mörkum til samfélags, atvinnulífs, menningar og vísinda.

09. október 2015

Afmæli Kauphallarinnar

Forseti flytur ávarp í fagnaði í tilefni af 30 ára afmæli Kauphallarinnar en samkoman var haldin í Listasafni Reykjavíkur. Í ávarpi lýsti forseti þeim þáttaskilum sem urðu í íslensku þjóðfélagi í þann mund sem Kauphöllin var sett á laggirnar. Áður hafði nánast allt viðskiptalíf landsins verið háð fáeinum samsteypum og því væri samspil lýðræðis og frjáls markaðar enn tiltölulega ung reynsla Íslendinga. Mikilvægt væri á komandi árum að skapa tengsl frumkvöðla, ungs athafnafólks og nýsköpunarfyrirtækja við fjárfesta á almennum markaði.

09. október 2015

Kvenfélagasamband Íslands

Forseti flytur ávarp á landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið er á Selfossi og ræddi þar um merka sögu kvenfélaganna og framlag þeirra til sjálfstæðisbaráttu, félagsþróunar og uppbyggingar íslensks samfélags á lýðveldistíma. Kvenfélögin hefðu ætíð skapað ríkulegan félagsauð í byggðum landsins og verið grundvöllur samstöðu og umbóta á ýmsum sviðum.

09. október 2015

Saga og menning Vestur-Íslendinga

Forseti á fund með Erni Arnar, lækni og ræðismanni Íslands í Minneapolis, um varðveislu minja, um sögu og menningu frá tímum landnáms í Vesturheimi og um bækur og muni sem fólk hafði með sér frá Íslandi og eru nú varðveitt í ýmsum byggðum Vestur-Íslendinga.

08. október 2015

Silicor Materials

Forseti á fund með Davíð Stefánssyni sem unnið hefur að uppbygginu Silicor Materials verksmiðjunnar á Grundartanga. Rætt var um hina nýju framleiðsluaðferð sem þar verður notuð, mat á umhverfisáhrifum sem og framlag framleiðslunnar til að efla nýtingu sólarorku, bæði í Kína og annars staðar í veröldinni.

08. október 2015

Sendiherrar Meet in Reykjavík

Forseti flytur ávarp í upphafi málþings sem haldið er á vegum kynningarstofunnar Meet in Reykjavík með fulltrúum ýmissa félagasamtaka og stofnana sem samþykkt hafa að vera sendiherrar ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Í ávarpi áréttaði forseti hinn nýja sess Reykjavíkur sem alþjóðlegur fundarstaður og mikilvægi þess að vandað væri til verka jafnframt því sem breyta þyrfti skipulagi menningarlífs á þann hátt að hinn mikli fjöldi erlendra gesta gæti yfir sumarmánuðina einnig kynnst íslensku tónlistarlífi, leikhúsi og kvikmyndum.

06. október 2015

Starfsmenn Virk starfsendurhæfingarsjóðs

Forseti tekur á móti starfsmönnum Virk starfsendurhæfingarsjóðs og ræðir við þau um sögu Bessastaða og þróun lýðveldisins.

05. október 2015

Undirskriftir vegna Ali al-Nimr

Forseti tekur við undirskriftum vegna Ali al-Nimr sem  dæmdur hefur verið til dauða í Sádi Arabíu en Hrafn Jökulsson afhenti undirskriftirnar á Bessastöðum. 

05. október 2015

Viðtal um Norðurslóðir

Forseti ræðir við blaðamann Morgunblaðsins um þróun Norðurslóða og sess Íslands á þeim vettvangi, m.a. með tilliti til væntanlegs þings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle en Morgunblaðið mun gefa út sérstakt aukablað af því tilefni.

04. október 2015

Þing Arctic Circle

Forseti á fund með starfsfólki Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle um undirbúning að þinginu sem haldið verður í Reykjavík um miðjan þennan mánuð. Gefin hefur verið út fréttatilkynning um þingið. Fréttatilkynning.

03. október 2015

Siðmennt. Afmælishátíð

Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu Siðmenntar sem haldin er í Salnum í Kópavogi í tilefi af 25 ára afmæli samtakanna. 

03. október 2015

Viðskipti við Kína

Forseti á fund með Annie S.C. Wu sem er meðal stjórnenda öflugrar fyrirtækjasamsteypu í Hong Kong og hefur jafnframt í áratugi haft náin tengsl við forystusveitina á meginlandi Kína. Hún hefur mikinn áhuga á auknu samstarfi við Ísland, bæði á sviði hreinnar orku og útflutningi matvæla sem og öflugum tengslum á sviði menningar og menntunar ungs fólks. Rætt var um þá hugmynd að skapa aðstöðu fyrir unga Íslendinga til að geta kynnst Kína af eigin raun með nokkurra mánaða dvöl í landinu.


02.10.2015  

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

02.10.2015  

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi

02.10.2015  

Brekkubæjarskóli á Akranesi

01.10.2015  

Skipasmíðar og ísbrjótar

01.10.2015  

Sendiherra Katar

01.10.2015  

Sendiherra Aserbaídsjan

01.10.2015  

Vættarskóli. Kynning á Forvarnardeginum

30.09.2015  

Heiðursverðlaun RIFF

30.09.2015  

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

29.09.2015  

Umhverfisvæn þróun borga

29.09.2015  

Forsætisráðherra Bútan

28.09.2015  

Clinton heimsþingið

28.09.2015  

Framkvæmdir og fjárfestingar á Norðurslóðum. Umhverfisreglur

25.09.2015  

Samræðuhelgi Charlie Rose

17.09.2015  

Everest

17.09.2015  

Framúrskarandi ungir Íslendingar. JC

17.09.2015  

Fjölskylduhjálpin

16.09.2015  

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga

16.09.2015  

Grænlensk börn

15.09.2015  

Undirbúningur Arctic Circle þingsins

15.09.2015  

Vesturíslensk kvennaheimsókn

15.09.2015  

Alþjóðasamstarf Háskóla Íslands

15.09.2015  

Sendiherra Norður-Kóreu

15.09.2015  

Sendiherra Albaníu

12.09.2015  

Kvennatími - Hér og nú