Veftré Print page English

24. nóvember 2014

Myndabók. Ísland úr lofti

Forseti tekur á móti nýrri myndabók sem ljósmyndarinn Marco Mescher frá Liechtenstein hefur gert. Ásamt honum var viðstaddur Haraldur Diego sem unnið hefur texta bókarinnar. Í henni er fjöldi landslagsmynda sem nær allar eru teknar úr lofti í ólíkum hlutum landsins. Forseti skrifar formála að bókinni. Formáli forseta á íslensku, á þýsku.

22. nóvember 2014

Rannsóknir á íslenskum hestum við Cornell háskóla

Forseti heimsótti um helgina rannsóknarstöð dýralæknadeildar Cornell háskóla í Bandaríkjunum þar sem stundaðar eru rannsóknir á íslenskum hestum. Markmið rannsóknanna er að kanna orsakir sumarexems eða ofnæmis sem hrjáir marga íslenska hesta eftir að þeir hljóta ný heimkynni í öðrum löndum. Slík veikindi hafa verið alvarlegt vandamál á undanförnum árum og áratugum. Myndir frá Cornell University Photography. Fréttatilkynning.

Meira
22. nóvember 2014

Samstarf Íslands og Cornell

Forseti situr fund íslenskra sérfræðinga og ýmissa vísindamanna við Cornell háskóla um samstarf skólans og íslenskra aðila á sviði jarðhitanýtingar, verkfræði og jarðvísinda. Mynd.

22. nóvember 2014

Fundur með íslenskum og erlendum nemendum við Cornell háskóla

Forseti á fund með íslenskum stúdentum, sem stunda nám við Cornell háskóla, og öðrum stúdentum við skólann sem einkum leggja stund á rannsóknir á sviði jarðhitanýtingar, kolefnisbindingar og hreinnar orku. Ýmsir þeirra höfðu heimsótt Ísland í sérstökum námsferðum. Mynd.

21. nóvember 2014

Verðlaun Cornell háskóla

Cornell háskólinn í Bandaríkjunum veitti á föstudaginn 21. nóvember 2014 forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og íslensku þjóðinni heiðursverðlaun fyrir forystu á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærni. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór athöfnin fram í Íþöku í New York ríki. Verðlaunin, sem bera heitið The Atkinson Center Award for Global Leadership in Sustainable Development, eru tengd sérstakri stofnun við Cornell háskóla, sem einbeitir sér að eflingu endurnýjanlegar orku, umhverfismálum og sjálfbærni. Stofnunin hefur starfað frá árinu 2008 en Cornell hefur lengi verið meðal fremstu háskóla í Bandaríkjunum. Fréttatilkynning. Mynd (frá Cornell University Photography).

Meira
21. nóvember 2014

Fyrirlestur við Cornell háskóla

Forseti flytur fyrirlestur við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Heiti fyrirlestrarins er Iceland’s Clean Energy Economy: Lessons for a Global Transformation og má nálgast hann á vef Cornell háskóla innan fárra daga. Að fyrirlestrinum loknum svaraði forseti fjölda fyrirspurna frá kennurum og nemendum skólans. Myndir frá Cornell University Photography.

21. nóvember 2014

Fundur með vísindamönnum við Cornell háskóla

Forseti á fund með ýmsum vísindamönnum og stjórnendum nokkurra deilda við Cornell háskólann í Bandaríkjunum, einkum á sviði endurnýjanlegrar orku, verkfræði og jarðvísinda. Fundinum stjórnaði prófessor Lance Collins, deildarforseti verkfræðideildar Cornell háskóla. Rætt var um fjölþætta nýtingu Íslendinga á jarðhita og samstarf við fjölmargar þjóðir heims um slík verkefni. Mynd.

21. nóvember 2014

Samræður við stúdenta í alþjóðamálum

Forseti á samræðufund með stúdentum við Cornell háskóla í Bandaríkjunum sem stunda nám og rannsóknir á ýmsum sviðum alþjóðamála. Einkum var rætt um þróun mála á Norðurslóðum, lærdómana sem draga má af glímu Íslendinga við fjármálakreppuna, áhrif kalda stríðsins á íslensk þjóðmál og breytingar á alþjóðamálum í upphafi 21. aldar. Samstarf Íslands við ýmsar þjóðir í Asíu væri dæmi um þær breytingar sem orðið hefðu á undanförnum árum; lítil þjóð í Evrópu gæti átt árangursríkt samstarf við ýmsar af forystuþjóðum Asíu. Mynd.

21. nóvember 2014

Cornell háskólinn. Safn íslenskra bókmennta og sögu

Forseti heimsótti í morgun safn íslenskra bókmennta og sögu við Cornell háskólann í New York ríki. Safnið ber heitið The Fiske Icelandic Collection og hefur í rúma öld verið einn helsti vettvangur rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum í Bandaríkjunum. Fréttatilkynning. Myndir.

Meira
18. nóvember 2014

Fjölskylduhjálpin

Forseti afhendir viðurkenningar sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir fyrirtækjum og öðrum aðilum sem sérstaklega hafa stutt hjálparstarf samtakanna. Í ávarpi þakkaði forseti Fjölskylduhjálpinni fyrir ötult starf á undanförnum árum. Því miður væru enn margir í okkar samfélagi sem þyrftu reglulega á slíkri aðstoð að halda. Athöfnin fór fram í Ráðhúsinu í Reykjavík.

18. nóvember 2014

Íþróttir fatlaðra

Forseti á fund með formanni og stjórnendum Íþróttasambands fatlaðra um væntanlegt heimsmót, Special Olympics, íþróttaleikja seinfærra og þroskaheftra. Áætlað er að um 40 keppendur fari frá Íslandi en forseti hefur sótt þrjú önnur heimsmót Special  Olympics. Einnig var fjallað um starfsemi sambandsins og fjölmörg 
verkefni á næstu misserum. Fatlað íþróttafólk hefur tekið öflugan þátt í alþjóðlegum mótum, bæði í Evrópu og á heimsvísu.

17. nóvember 2014

Þróun Háskóla Íslands

Forseti á fund með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um þróun háskólans á undanförnum árum og áætlanir um uppbyggingu fræðasviða, stöðu háskólans í alþjóðlegu samhengi og tækifæri til samstarfs ólíkra vísindagreina, atvinnulífs og samfélags.


16.11.2014  

Bókmenntaklúbburinn Hana-nú

16.11.2014  

Umferðarslys. Minningardagur

15.11.2014  

Íslenska óperan

15.11.2014  

Sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins

14.11.2014  

Ævisaga Stein Rokkan

14.11.2014  

Skoppa og Skrítla

14.11.2014  

Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni

13.11.2014  

BUGL, styrktartónleikar Lions

13.11.2014  

Íslensk matvæli

13.11.2014  

Ráðstefna um rafbílavæðingu

10.11.2014  

Schwarzmann styrkir

07.11.2014  

Íslenska samfélagið í Utah

07.11.2014  

Jarðhitagarður á Reykjanesi

07.11.2014  

Leiðtogar í lýðræðisríkjum

07.11.2014  

Arctic Circle. Harpa

06.11.2014  

Neyðarkall björgunarsveita

06.11.2014  

Íslensku markaðsverðlaunin

05.11.2014  

Heimskautastofnun Kína. Vestnorrænt samstarf

05.11.2014  

Norska ríkissjónvarpið. Fótbolti

05.11.2014  

Bandaríkin og Norðurslóðir

04.11.2014  

Vinnufundur um Arctic Circle

03.11.2014  

Heiðarskóli

03.11.2014  

Northern Forum

03.11.2014  

Alaska og Arctic Circle

02.11.2014  

Sendinefnd Þýskalands á Arctic Circle