Veftré Print page English

02. október 2014

Háskólinn í Reykjavík. Fimmtíu ára afmælishátíð

Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu í tilefni af 50 ára afmæli Háskólans í Reykjavík. Ávarp forseta.

01. október 2014

RIFF kvikmyndahátíðin

Forseti tekur á móti innlendum og erlendum þátttakendum í RIFF kvikmyndahátíðinni og afhendir Mike Leigh sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og ræddi forseti í ávarpi um þróun íslenskrar kvikmyndagerðar á undanförnum árum og mikilvægi samstarfs við kvikmyndagerðarfólk í öðrum löndum.

01. október 2014

Forvarnardagur. Menntaskólinn við Sund

Forseti heimsækir Menntaskólann við Sund á Forvarnardeginum og flytur ávarp ásamkomu nemenda um þann árangur sem náðst hefur við að minnka áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu í grunnskólum. Mikilvægt sé að sá árangur haldist þegar nemendur færast í framhaldsskóla og rakti forseti niðurstöður rannsókna á þessum vettvangi. Síðan fylgdist forseti með undirbúningi nemenda undir þátttöku í umræðuhópum. Tillögum nemenda í öllum framhaldsskólum verður síðan safnað saman í greinargerð. Myndir.

01. október 2014

Forvarnardagur. Vogaskóli

Forseti heimsækir Vogaskóla á Forvarnardeginum og ræðir við nemendur um þann árangur sem náðst hefur meðal grunnskólanemenda á undanförnum árum. Að lokinni athöfn og samræðum á sal skólans fylgdist forseti með þátttöku nemenda í níunda bekk en umræðuhópar í sérhverjum grunnskóla munu skila tillögum um aðbúnað og breytingar í þágu heilbrigðara lífs nemenda. Forvarnardagurinn er haldinn í grunnskólum í öllum landshlutum. Þá ræddi forseti við kennara skólans á kennarastofu. Myndir.

30. september 2014

Framlag evrópskra smáríkja

Forseti á fund með Daniel Levin, sérstökum fulltrúa Hans-Adams II, fursta af Liechtenstein, um framlag smærri ríkja í Evrópu til að þróa friðsamlega sambúð og stuðla að umræðum og nýjungum í alþjóðlegu samstarfi.

30. september 2014

Sendiherra Kína

Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína, Zhang Weidong, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna, samning um fríverslun sem tók gildi á þessu ári, aukna nýtingu jarðhita í þágu hitaveitna í Kína sem og rannsóknir á þróun íss og jökla á Norðurslóðum. Heimsóknir kínverskra ráðamanna til Íslands, t.d. heimsókn Wen Jiabao forsætisráðherra árið 2012 og heimsóknir forseta Íslands og ráðherra til Kína, hafa eflt þessi tengsl á undanförnum árum. Áhersla hins nýja forseta Kína, Xi Jingping, á vináttu og samstarf við Ísland skipti einnig miklu máli. Einnig var fjallað um sölu á matvælum til Kína sem og samvinnu á sviði lista og menningar. Mynd

Meira
29. september 2014

Grænlensk börn

Forseti tekur á móti hópi grænlenskra barna frá sex byggðarlögum á austurströnd Grænlands sem stundað hafa sundnám á Íslandi. Slíkir hópar hafa komið árlega til Íslands að undanförnu þar eð ekki er aðstaða til sundkennslu í þessum byggðarlögum. Hópnum fylgdu kennarar og aðrir fulltrúar hinna grænlensku byggða ásamt gestgjöfum þeirra á Íslandi.

29. september 2014

Ferðamannalandið Ísland

Forseti ræðir við bandaríska útvarpsmanninn Peter Greenberg en þáttum hans er útvarpað um Bandaríkin og fjölda landa og beinast þeir einkum að áhugasviðum ferðamanna, náttúru, menningu og þjóðlífi. Rætt var um fjölgun ferðamanna á Íslandi, sérkenni íslenskrar náttúru og þá kynningu sem landið hefur öðlast á undanförnum árum.

29. september 2014

Forvarnardagur. Kynningarfundur

Forseti flytur ávarp á kynningarfundi Forvarnardagsins en fundurinn er haldinn í Ölduselsskóla. Í ávarpinu áréttaði forseti þann árangur sem náðst hefur í forvarnarstarfi meðal nemenda í grunnskólum og hvatti til þess að hliðstæður árangur setti svip á framhaldsskólana á komandi árum. Að Forvarnardeginum standa fjölmargir aðilar, m.a. íþrótta- og æskulýðssamtök í landinu, og verður hann haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum miðvikudaginn 1. október. Myndir.

27. september 2014

130 ára afmæli IOGT

Forseti flytur ávarp á samkomu sem haldin er í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá stofnun Góðtemplarareglunnar IOGT á Íslandi. Forseti rakti fjölþætt áhrif hreyfingarinar á íslenskt samfélag. Hún hefði fyrstu áratugina verið í reynd félagsmálaskóli sem þjálfað hefði forystufólk sem síðar gerði sig gildandi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmála. Einnig lýsti forseti þeim jákvæðu breytingum sem orðið hefðu á síðari árum í viðhorfum til neyslu áfengis á opinberum vettvangi og viðhorfsbreytingum meðal æskufólks í grunnskólum; nefndi hann í því sambandi árangur Forvarnardgsins.

27. september 2014

Bókabæirnir austan fjalls

Forseti flytur ávarp á stofnfundi nýrra samtaka um tækifærin sem felast í bókabæjunum austan fjalls en fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Að samtökununm standa bókasöfn, sveitarfélög og fleiri og er þeim ætlað að nýta erlenda reynslu af bókabæjum til að efla ferðaþjónustu og auðga mannlíf á svæðinu. Í ávarpi rakti forseti hvernig Íslendingar hefðu á undanförnum áratugum skapað fjölþætta starfsemi á sviði ferðaþjónustu og menningar á grundvelli bókmennta og rithöfunda sem tengdust ákveðnum héruðum eða bæjum. Ánægjulegt væri einnig hvernig skólabókasöfn og bæjarbókasöfn hefðu eflst á undanförnum árum og yrði forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessi nýjung um bókabæi austan fjalls gæti orðið öðrum byggðarlögum fordæmi að nýsköpun.

27. september 2014

Kristsdagur

Forseti flytur ávarp í upphafi Kristsdags, sem haldinn er í Hörpu en að honum standa allir kristnir söfnuðir í landinu. Í ávarpi áréttaði forseti þátt kristninnar í sögu, menningu og siðferðisvitund íslensks samfélags. Forseti lýsti áhrifum kristninnar á fyrri öldum og mikilvægi hennar á okkar tímum; umburðarlyndi og friðsæld í íslensku samfélagi ætti sér djúpar rætur í kristnum boðskap.


26.09.2014  

MR. Framtíðin

25.09.2014  

Grænland

25.09.2014  

Meet in Reykjavík. Sendiherrar

25.09.2014  

National Geographic

25.09.2014  

Íslenska sjávarútvegssýningin

24.09.2014  

BigThink vefstöðin

24.09.2014  

Sjónvarpsstöðin PBS

24.09.2014  

WWF

24.09.2014  

Jarðhitaverkefni í Afríku og rómönsku Ameríku

23.09.2014  

Íslensk-ameríska viðskiptaráðið

23.09.2014  

Kitko sjónvarpsstöðin

23.09.2014  

Jarðhitasamvinna við Eþíópíu

23.09.2014  

Forseti Tansaníu

22.09.2014  

Clinton heimsþingið

21.09.2014  

New York Forum - loftslagsbreytingar

20.09.2014  

Ragnar Bjarnason. Afmæliskveðja

19.09.2014  

Málþing Charlie Rose

12.09.2014  

Karlsvaka

12.09.2014  

Mænuskaðastofnun Íslands

12.09.2014  

Málefni SÁÁ

12.09.2014  

Háskóli Íslands

11.09.2014  

Háskólinn í Reykjavík

11.09.2014  

Búseti. Samvinnuíbúðir. Norræn ráðstefna

10.09.2014  

Arctic Services

10.09.2014  

Akureyrarbær