Veftré Print page English

04. mars 2015

Sendiherra Keníu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Keníu á Íslandi, Joseph Kiprono Sang, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun jarðhitanýtingar í Keníu sem skilað hefur miklum árangri á undanförnum árum og er landið í áttunda sæti á heimsvísu í nýtingu jarðhita. Áhugi er einnig hjá stjórnvöldum í landinu að efla samvinnu við Ísland á sviði sjávarútvegs og kynnast reynslu Íslendinga við að nýta jarðhita til að þurrka sjávarfang. Ennfremur var fjallað um margvísleg tækifæri til samstarfs milli landanna við að kynna öðrum þjóðum kosti og árangur jarðhitanýtingar, m.a. með tilliti til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum og væntanlegra viðræðna um þau efni sem fram fara í París síðar á þessu ári.

04. mars 2015

Sendiherra Búlgaríu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Búlgaríu á Íslandi, Roumiana Mitreva, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti landanna á undanförnum árum og áratugum, stöðu mála í Mið- og Austur-Evrópu og áhrif átaka og efnahagserfiðleika í nágrannaríkjum á stöðu Búlgaríu og þjóðlíf þar. Fjöldi flóttamanna sem kemur inn í landið hefur vaxið á undanförnum árum.

03. mars 2015

Jöklar, vatn og gróður

Forseti ræðir við prófessorana Helga Björnsson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur um rannsóknir á jöklum, gróðurfari og vatni í ljósi vaxandi loftslagsbreytinga, m.a. á Íslandi, Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu en þau hafa tekið öflugan þátt í auknu samstarfi vísindamanna og annarra í þessum heimshlutum.

03. mars 2015

Blaðamaður frá Brasilíu

Forseti ræðir við Gianni Carta, blaðamann frá Brasilíu, um þá lærdóma sem draga má af bankahruninu á Íslandi, togstreituna milli lýðræðis og fjármálamarkaða, sem enn setur svip á vanda ýmissa ríkja í Evrópu, sem og þróun lýðræðis á undanförnum árum og áratugum í ljósi aukinnar almennrar menntunar og framfara í upplýsingatækni.

03. mars 2015

Sendiherra Grikklands

Forseti á fund með nýjum sendiherra Grikklands á Íslandi, Ekaterini Loupas, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trausta vináttu landanna, opinberar heimsóknir forseta Íslands til Grikklands og Grikklandsforseta til Íslands fyrir nokkrum árum sem og vinarhug Íslendinga gagnvart Grikkjum á tímum efnahagslegra erfiðleika. Þá var einnig ítarlega fjallað um hvernig Íslendingar glímdu við afleiðingar bankahrunsins, hvernig beitt var öðrum aðgerðum en hefðbundið hafði verið í glímu við fjármálakreppur, reynt að hlífa hinum verst settu og dreifa byrðunum, sem og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Fjölmargir aðilar á Íslandi, bæði frá fræðasamfélagi, stjórnsýslu og úr þjóðmálum og viðskiptalífi, væru eflaust reiðubúnir til að deila þessari reynslu með Grikkjum ef að gagni mætti koma nú þegar þeir standa frammi fyrir djúpstæðum erfiðleikum. Mynd.

03. mars 2015

Sendiherra Ómans

Forseti á fund með nýjum sendiherra Ómans á Íslandi, Khalid S. Baomar, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um áhuga Ómans á að nýta tækni og kunnáttu Íslendinga á sviði jarðhita og kynnast skipulagi sjávarútvegs og hvernig Íslendingar hafa aukið verðmæti afla með fullvinnslu og margvíslegri hátækni. Þá var einnig rætt um stöðu mála í Miðausturlöndum, samskipti einstakra ríkja og nauðsyn þess að koma á varanlegum friði. Mynd.

02. mars 2015

Vörumerki orkunnar

Forseti á fund með dr. Friðrik Larsen, sérfræðingi í orkumörkuðum, um þau áform að halda á Íslandi alþjóðlega ráðstefnu þar sem áhersla væri lögð á markaðsímynd hreinnar orku, meðal annars í ljósi rannsókna í vörumerkjafræðum. Slík ráðstefna yrði nýjung á vettvangi fræða og atvinnulífs og gæfi tækifæri til að varpa ljósi á árangur Íslands í nýtingu orku, einkum jarðvarma.

01. mars 2015

Everest. Vatnajökull. Himalajasvæðið

Forseti sækir jöklakvöld í Hörpu þar sem David Breashears kynnti glímuna við Everest, Baltasar Kormákur lýsti gerð nýrrar kvikmyndar um voveiflega atburði á fjallinu, kynntur var nýr vefur Jöklarannsóknafélagsins um bráðnun íslenskra jökla, áform um nýjar gönguleiðir í kringum Vatnajökul og David Breashears sýndi fjölþætt myndaefni um bráðnun jökla á Himalajasvæðinu.

01. mars 2015

Himalajajöklar

Forseti á fund með David Breashears sem farið hefur margar ferðir á Everest og myndað bráðnun Himalajajökla í mörg ár. Fjallað var um nauðsyn þess að efla alþjóðlega samvinnu á Himalajasvæðinu og vekja athygli umheimsins á því hvernig bráðnun jökla endurspeglar hraðar loftslagsbreytingar. David Breashears hefur ásamt samstarfsmönnum sínum og samtökunum GlacierWorks gert einstakt myndefni af þessari þróun á svæðinu. Fundinn sátu einnig Tómas Guðbjartsson læknir, fulltrúi Félags íslenskra fjallalækna, og Dagfinnur Sveinbjörnsson sem stýrt hefur samstarfsverkefni á Himalajasvæðinu.

01. mars 2015

Búnaðarþing

Forseti er viðstaddur setningu Búnaðarþings í Hörpu þar sem formaður Bændasamtakanna Sindri Sigurgeirsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fluttu ræður. Þá voru og veitt landbúnaðarverðlaunin.

26. febrúar 2015

Þátttaka Québec í Hringborði Norðurslóða

Forseti á fund með fulltrúum Québec stjórnar um þátttöku fylkisins í þingum og annarri starfsemi Arctic Circle, en forsætisráðherra Québec og sendinefnd frá fylkinu tók þátt í þingi Arctic Circle í Reykjavík í fyrra. Fundinn sat einnig Dagfinnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Circle.

26. febrúar 2015

Ræða á Norðurslóðaráðstefnu í Québec

Forseti flytur ræðu um alþjóðlega stöðu Norðurslóða á hádegisverðarfundi ráðstefnu um Norðurslóðir sem Norræna ráðherranefndin, stjórnvöld í Québec og Laval háskóli efna til. Ráðstefnuna sækja um 400 þátttakendur frá Kanada og Norðurlöndum.


26.02.2015  

Formennska Kanada í Norðurskautsráðinu

26.02.2015  

Stefnumótun á Norðurslóðum

25.02.2015  

Setning Norðurslóðaráðstefnu

25.02.2015  

Heimsókn í þing Québec

24.02.2015  

Heiðursdoktor við Laval háskóla

24.02.2015  

Blaðamannafundur í Québec

24.02.2015  

Loftslagsbreytingar og jarðvegssig

24.02.2015  

Fundur með forsætisráðherra Québec

22.02.2015  

Skátafélagið Hraunbúar

22.02.2015  

Nýsköpunarverðlaun námsmanna

21.02.2015  

Heiðursverðlaun Eddunnar

21.02.2015  

Háskóli Íslands. Brautskráning

20.02.2015  

Íslensku tónlistarverðlaunin

19.02.2015  

Málþing um viðskipti og menningu

19.02.2015  

Viðskiptaráð Barcelona

19.02.2015  

Borgarstjóri Barcelona

19.02.2015  

Íslensk-spænska viðskiptaráðið

19.02.2015  

Fiskimarkaðurinn í Barcelona

19.02.2015  

Icelandic

19.02.2015  

Lyfjafyrirtækið Invent Farma

19.02.2015  

Fjölmiðlaviðtöl i Barcelona

18.02.2015  

Bókmenntakynning í Barcelona

18.02.2015  

Hollusta við íslenskan saltfisk

18.02.2015  

Verksmiðja Iceland Seafood

18.02.2015  

Samræða um íslenska ferðaþjónustu