Veftré Print page English

25. október 2016

Saga Íslands

Forseti tekur við lokabindi Sögu Íslands, hinnar miklu ritraðar Hins íslenska bókmenntafélags og Sögufélags sem hóf göngu sína þjóðhátíðarárið 1974. Jón Sigurðsson, forseti bókmenntafélagsins, afhenti forseta verkið. Í lokabindinu, hina ellefta í röðinni, er sögð saga lands og þjóðar frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram yfir bankahrunið mikla 2008. Kaflahöfundar eru Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal sem var forseti bókmenntafélagsins þegar söguritunin hófst á sínum tíma og er án efa sá sem mest hefur lagt af mörkum til ritraðarinnar að öðrum ólöstuðum. Mynd.

23. október 2016

Kjalvegur

Forseti fer um hálendi Íslands með fylgdarliði. Í för með forseta voru meðal annarra bandaríski landkönnuðurinn Mike Dunn og hjónin Scott Parazynski, bandarískur geimfari og ævintýramaður, og Meenakshi Wadhwa, prófessor í jarðfræði og geimvísindum við Arizona State University. Ekinn var Kjalvegur og numið staðar á Hveravöllum og víðar. Á ferðalaginu var rætt um möguleika Íslendinga í ferðamálum og áskoranir í þeim efnum.

22. október 2016

Könnunarsafnið á Húsavík

Forseti afhendir verðlaun á uppskeruhátíð Könnunarsafnsins á Húsavík (sjá nánar á vefsíðu safnsins).

22. október 2016

Reykjavíkurakademían

Forseti tekur á móti liðsmönnum Reykjavíkurakademíunnar, vettvangi fræðafólks, og fjölskyldum þeirra.

22. október 2016

Starfsmannafélag Samherja

Forseti tekur á móti starfsfólki Samherja á Dalvík og Húsavík sem er í suðurferð.

21. október 2016

Sagnfræðinemar

Forseti tekur á móti nemum í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í ávarpi minntist forseti starfa sinna á vettvangi háskólans enda voru allnokkrir fyrrum nemendur hans í hópnum. Einnig bar á góma mikilvægi sögulegrar þekkingar og skoðanaskipta um liðna tíð í samfélagi samtímans.

21. október 2016

Sendiherra Írans

Forseti á fund með sendiherra Írans á Íslandi, Majid Nili Ahmadabadi sem lætur senn af störfum. Rætt var um samskipti ríkjanna tveggja, meðal annars möguleika í ferðamennsku og jarðhitamálum. Samtalið snerist einnig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, hin hörðu átök í Sýrlandi og hugsanlegar leiðir til að koma á friði. Þá ræddu forseti og sendiherra um sögu Mesópótamíu til forna og þyrnum stráða sögu Miðausturlanda á síðustu öld.

21. október 2016

Fundur í ríkisráði

Forseti stýrir fundi ríkisráðs á Bessastöðum. Mynd.

20. október 2016

Þjóðmenning

Forseti tekur á móti Carmen Padilla, forseta IOV (International Organization of Folk Art), alþjóðasamtaka um þjóðmenningu. Ræddu þau um hlutverk samtakanna og möguleika þeirra á að stuðla að friði og samvinnu milli ólíkra menningarheima. Mynd.

20. október 2016

Ráðstefna um stjórnarskrármál

Forseti flytur ávarp á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um stjórnarskrárumbætur. Að ráðstefnunni stendur lagadeild háskólans í samvinnu við Stjórnarskrárfélagið. Fyrirlesarar komu frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Ávarp forseta (á ensku). Myndir.

19. október 2016

Bókmenntaborgin Reykjavík

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í afmælismálþingi Bókmenntaborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Málþingið var haldið í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því borgin var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO og var það haldið í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands. Í ávarpi fjallaði Eliza m.a. um ímynd Íslendinga sem bókmenntaþjóðar og reynslu sína af að kynna hana fyrir erlendum bókmenntaunnendum. Mynd.

19. október 2016

Þörungarækt og eldsneyti

Forseti tekur á móti fulltrúum fyrirtækisins Íslenskt eldsneyti og þýskum gestum þeirra sem vinna að ræktun þörunga sem nýta má til framleiðslu eldneytis.


17.10.2016  

Fátækt á Íslandi

16.10.2016  

Bessastaðakirkja

15.10.2016  

Eggert Þór Bernharðsson

15.10.2016  

Forsetamerki skáta

15.10.2016  

Kveðja til Fimleikasambands Íslands

14.10.2016  

Starfsfólk Alþingis

13.10.2016  

Norrænir útvarpsstjórar

13.10.2016  

Borgarholtsskóli 20 ára

13.10.2016  

Klúbburinn Geysir

12.10.2016  

Göngum saman

12.10.2016  

Forvarnardagur. Garðaskóli

12.10.2016  

Forvarnardagur. Kvennaskólinn

12.10.2016  

Forvarnardagur. Valhúsaskóli

11.10.2016  

Vímulaus æska

11.10.2016  

Landpóstur til Ísafjarðar

11.10.2016  

Málþing um leiðtogafundinn 1986

10.10.2016  

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

10.10.2016  

Jafnréttisdagar Háskóla Íslands

10.10.2016  

Forvarnardagurinn 2016 kynntur

09.10.2016  

Vísindasamstarf Kína og Íslands

08.10.2016  

Ban Ki-moon

08.10.2016  

Frú Ban Soon-taek

07.10.2016  

Forsætisráðherra Skotlands

07.10.2016  

Barnabókmenntahátíðin Mýrin

07.10.2016  

Gestir frá norðurslóðum Rússlands