Veftré Print page English

01. maí 2016

Hádegisverður í Konungshöllinni

Forseti situr hádegisverð í konungshöllinni í Stokkhólmi ásamt konungsfjölskyldunni og öðrum gestum þeirra.

30. apríl 2016

Hátíðarkvöldverður í konungshöllinni

Forseti situr hátíðarkvöldverð í konungshöllinni í Stokkhólmi sem haldinn er af konungshjónunum í tilefni af 70 ára afmæli Karls Gústafs konungs Svíþjóðar.

30. apríl 2016

Ráðhús Stokkhólmsborgar

Forseti situr hádegisverð sem borgarstjórn Stokkhólms heldur í ráðhúsi borgarinnar í tilefni af 70 ára afmæli Karls Gústafs konungs Svíþjóðar.

30. apríl 2016

Guðþjónusta í hallarkirkjunni

Forseti sækir guðþjónustu í kirkju konungshallarinnar í Stokkhólmi í tengslum við hátíðarhöld í tilefni af 70 ára afmæli konungsins.Að henni lokinni voru konungshjónin hyllt af mannfjölda fyrir utan konungshöllina og konungsfjölskyldan var viðstödd sýningu heiðursvarðar konungsins ásamt erlendum gestum.

29. apríl 2016

Afmæli Svíakonungs

Forseti hefur þegið boð Karls Gústafs XVI konungs Svíþjóðar um að taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi í tilefni af 70 ára afmæli konungsins. Fréttatilkynning.

28. apríl 2016

Hringborð um mannréttindi, lýðræði og stjórnarfar

Forseti tekur þátt í hringborðsumræðum fulltrúa víða að úr veröldinni sem sækja málþing um lýðræði og stjórnarfar, The Reykjavík Roundtable on Human Rights: Democratic Accountability, State Sovereignty and International Governance. Hringborðið er skipulagt af EDDA rannsóknastofnuninni við Háskóla Íslands og Institute for Cultural Diplomacy í Berlín. Samræðurnar fóru fram í kvöldverði á Bessastöðum.

28. apríl 2016

Bjarni Tryggvason

Forseti á fund með Bjarna Tryggvasyni geimfara um þróun atvinnustarfsemi í tengslum við gervihnetti og um samstarf við íslenska háskóla og tæknisamfélag.

28. apríl 2016

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna. Lokaávarp

Forseti flytur lokaávarp á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin er í Hörpu en ráðstefnuna sækja um 800 þátttakendur frá 50 löndum. Á henni hefur verið fjallað um fjölþætta nýtingu jarðhita og framlag hennar til nýsköpunar í atvinnulífi og sjálfbærari framleiðsluhátta. Einnig hafa þátttakendur í ráðstefnunni heimsótt jarðhitagarðinn á Reykjanesi, orkuver og aðra starfsemi sem tengist nýtingu jarðhita. Með ráðstefnunni er Ísland í auknum mæli orðið alþjóðlegur áfangastaður í samvinnu á þessu sviði en heimsþing jarðhitans, World Geothermal Congress, verður haldið á Íslandi árið 2020. Í ávarpi sínu tengdi forseti saman árangurinn á loftslagsráðstefnunni í París og nýja stöðu jarðhitans á heimsvísu.

28. apríl 2016

Alþjóðlegt jarðhitasamstarf. IRENA

Forseti á fund með Adnan Amin, framkvæmdastjóra IRENA, Stofnunar Sameinuðu þjóðanna á sviði hreinnar og endurnýjanlegrar orku. Rætt var um framlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs í orkumálum, sérstaklega á sviði jarðhitanýtingar, verkefni IRENA og þá jákvæðu viðhorfsbreytingu sem orðið hefur um allan heim gagnvart nýtingu jarðhita og annarrar hreinnar orku í kjölfar loftslagssamkomulagsins sem gert var í París í desember.

27. apríl 2016

Michael Porter

Forseti á fund með prófessor Michael Porter frá Harvard háskólanum sem kynnir á sérstöku málþingi alþjóðlegar mælingar á félagslegum og efnahagslegum framförum. Rætt var um samspil lýðræðis og efnahagslífs og hvernig glíman við fjármálakreppuna á Íslandi getur verið dæmasafn í alþjóðlegum rannsóknum. Þá var einnig rætt um nauðsyn þess að klassískar kenningar um lýðræði og samfélag yrðu á ný ríkur þáttur í umræðu um efnahagslegar framfarir. Prófessor Michael Porter tekur líka þátt í hinni alþjóðlegu jarðhitaráðstefnu sem haldin er á Íslandi en hann var á sínm tíma mikill hvatamaður að víðtæku samstarfi íslenskra fyrirtækja og stofnana á sviði jarðhita.

27. apríl 2016

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna

Forseti tekur á móti erlendum fyrirlesurum og íslenskum aðstandendum alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu, IGC2016, sem haldin er á Íslandi. Ráðstefnuna sækja um 800 þátttakendur frá 50 löndum. Hún sýnir að Ísland er orðið öflug miðstöð fyrir samræður og samstarf um nýtingu jarðhita á veraldarvísu.

27. apríl 2016

Lagnaverðlaunin

Forseti afhendir lagnaverðlaunin, Lofsvert lagnaverk, sem er viðurkenning Lagnafélags Íslands, fyrir frábært lagnaverk í einstökum byggingum. Verðlaunin voru afhent í Eldheimum, gosminjasafninu í Vestmannaeyjum, og þau hlutu fyrirtæki og einstaklingar sem önnuðust lagnaverk í Eldheimum. Auk þess hlaut byggingin sjálf og arkitekt hennar sérstaka viðurkenningu. Í athöfninni flutti forseti ávarp þar sem hann þakkaði framtak Vestmannaeyinga við byggingu safnsins sem nú þegar er fjölsóttur áfangastaður þeirra sem heimsækja Vestmannaeyjar. Þá þakkaði forseti Lagnafélagi Íslands fyrir að standa svo myndarlega að þessum verðlaunum.


26.04.2016  

Sjálfbær orka fyrir alla, SE4ALL

26.04.2016  

Bandarískir háskólamenn. Orkuheimsókn

25.04.2016  

Fánadagur Færeyja

25.04.2016  

Efnahagsmál og lýðræði

24.04.2016  

Ásgeirsbikarinn. Íslandsmeistaramót í sundi

23.04.2016  

EVE Fanfest

23.04.2016  

Íslensku þýðingaverðlaunin

22.04.2016  

Kjaransorðan

22.04.2016  

Setning Lionsþings

22.04.2016  

SÁÁ. Skóflustunga að Vík

21.04.2016  

Garðyrkjuverðlaunin

21.04.2016  

Umhverfisverðlaun Hveragerðis

21.04.2016  

Skátamessa

20.04.2016  

Kvenfélag Álftaness

20.04.2016  

Viðtal CNN

19.04.2016  

Sendiherra Bangladess

19.04.2016  

Samúðarkveðja til forseta Ekvadors

18.04.2016  

Blaðamannafundur. Yfirlýsing

18.04.2016  

Norðurslóðaréttur

16.04.2016  

Útskriftarsýning Listaháskólans

16.04.2016  

Námsheimsókn Cass viðskiptaháskólans

15.04.2016  

Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

15.04.2016  

Kvikmyndasafn Óskars Gíslasonar

14.04.2016  

Samstarf við Grænland

14.04.2016  

Aldraðir frá dagvistuninni Múlabæ