Veftré Print page English

28. júlí 2014

Forseti Stórþingsins

Forseti á fund með forseta norska Stórþingsins sem heimsótt hefur Ísland undanfarna daga og tekið þátt í hátíðardagskrá í Reykholti og Sturluhátíð í Dölum. Rætt var um sameiginlega sögu Noregs og Íslands, uppbyggingu í Reykholti og þátttöku Norðmanna í henni sem og mikilvægi sagnaarfsins fyrir norrænar þjóðir. Þá var einnig rætt um ný verkefni í norrænni samvinnu, sem þróun Norðurslóða hefur í för með sér, og mikilvægi þess að efla styrk Norðurlanda á þeim vettvangi, einkum í ljósi vaxandi áhuga ríkja í Asíu og Evrópu á Norðurslóðum. Einnig var rætt um viðbrögð Norðmanna undanfarna daga vegna hugsanlegrar hryðjuverkaárásar og þær breytingar sem vöxtur hryðjuverkahópa gæti haft í för með sér.

27. júlí 2014

Íslandsmót í hestaíþróttum

Forseti afhendir verðlaun í síðustu keppnisgreinum, bæði ungmenna og fullorðinna, á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fer á félagssvæði Fáks.

26. júlí 2014

Sýning um ferðir Kerguelens til Íslands

Forseti er viðstaddur opnun sýningar í Wathnehúsi á Fáskrúðsfirði um ferðir franska sjóliðsforingjans Kerguelens til Íslands á síðari hluta 18. aldar. Ferðir hans voru fyrstu skipulögðu könnunarleiðangrarnir á vegum franskra stjórnvalda til Íslands og átti Kerguelen meðal annars ítarlega fundi með Eggert Ólafssyni um náttúru landsins og langshagi.

26. júlí 2014

Vígsla trébryggjunnar við Franska spítalann

Forseti er viðstaddur vígslu trébryggjunnar sem byggð hefur verið við hinn endurreista Franska spítala á Fáskrúðsfirði.

26. júlí 2014

Endurgerð frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði

Forseti er viðstaddur og flytur ávarp við opnunarathöfn Franska spítalans á Fáskrúðsfirði en með henni lýkur endurgerð frönsku húsanna á staðnum sem verið hefur samvinnuverkefni Minjaverndar og Fjarðarbyggðar á undanförnum árum. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar vinabæja í Frakklandi og franska þingsins auk sendiherra Frakka á Íslandi. Í húsunum hefur verið komið fyrir mjög fróðlegu safni um frönsku sjómennina og veiðar þeirra við Ísland sem og um læknisþjónustu á fyrri tíð.

26. júlí 2014

Blessun Litlu kapellunnar á Fáskrúðsfirði

Forseti er viðstaddur athöfn í Litlu kapellunni á Fáskrúðsfirði sem nýlega hefur verið endurgerð á vegum Minjaverndar. Kapellan var á sínum tíma reist til að þjóna frönskum sjómönnnum og var hún blessuð bæði af prestum kaþólsku kirkjunnar og prestum lútersku kirkjunnar.

26. júlí 2014

Minningarathöfn í Franska grafreitnum

Forseti er viðstaddur minningarathöfn um franska sjómenn sem haldinn var í grafreitnum á Fáskrúðsfirði. Þar hvíla franskir sjómenn sem létu lífið við Íslandsstrendur og var athöfnin tengd Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði.

25. júlí 2014

Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju

Forseti sækir tónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju sem haldnir eru við upphaf Franskra daga. Þar fluttu Brynhildur Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson íslensk og frönsk lög við undirleik Kjartans Valdimarssonar.

25. júlí 2014

Jarðarför Vilhjálms Hjálmarssonar

Forseti er viðstaddur jarðarför Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrum menntamálaráðherra, sem fram fór frá kirkjunni í Mjóafirði. Að athöfn lokinni var erfidrykkja á Egilsstöðum.

24. júlí 2014

Íslenskir hestar. Ljósmyndabók

Forseti á fund með Jóhannesi Frank ljósmyndara sem afhenti forseta eintak af ljósmyndabókinni Hross sem helguð er íslenska hestinum, einkum eins og hann birtist í óblíðri náttúru landsins. Forseti skrifar formála að bókinni. Formáli forseta (á ensku).

24. júlí 2014

Finnland og Norðurslóðir

Forseti á fund með sendiherra Finnlands á Íslandi, Irma Ertman, sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Finnlands, m.a. á vettvangi Norðurslóða, en mikill áhugi er í Finnlandi á þátttöku í þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Í opinberri heimsókn forseta Finnlands í fyrra var efnt til sérstaks málþings um Norðurslóðir í hátíðarsal Háskóla Íslands.

23. júlí 2014

Landsmót skáta

Forseti heimsækir Landsmót skáta sem haldið er á Hömrum á Akureyri, skoðar búðir einstakra skátafélaga, ræðir við þátttakendur, snæðir kvöldverð í tjaldbúð og er viðstaddur upphaf kvöldvöku. Mynd.


23.07.2014  

Ísland og Bandaríkin

22.07.2014  

Atvinnulíf á Norðurslóðum

22.07.2014  

Sendiherra Rússlands

21.07.2014  

Indland. Norðurslóðir. Himalajasvæðið

21.07.2014  

Samúðarkveðjur

19.07.2014  

Sendiherra Bretlands

16.07.2014  

Heimskautastofnun Kína. Vestnorrænt samstarf

14.07.2014  

Sjávarútvegur og Norðurslóðir

14.07.2014  

Hafrannsóknir og Norðurslóðir

12.07.2014  

Alþjóðleg myndlistarsýning á Djúpavogi

12.07.2014  

Arfleifð – hönnun

12.07.2014  

Steinasafn Auðuns

12.07.2014  

Teigarhorn

10.07.2014  

Gagnaver. Nýting raforku

10.07.2014  

Jarðhitaframkvæmdir í Eþíópíu og Mexíkó. Samvinna við Bútan

10.07.2014  

Norðurslóðir og sjávarútvegur

09.07.2014  

Jarðhiti í Asíu. Hrein matvæli

08.07.2014  

Orkumál á Norðurslóðum

08.07.2014  

Samstarf við Maine

07.07.2014  

Alaska, Bandaríkin og Norðurslóðir

07.07.2014  

Rússnesk heimildarmynd

07.07.2014  

Samstarf við Japan

07.07.2014  

Atvinnulíf og Norðurslóðir

07.07.2014  

Kvennasmiðjan: Unga mæður

06.07.2014  

Íslensku safnaverðlaunin