Veftré Print page English

21. nóvember 2014

Cornell háskólinn. Safn íslenskra bókmennta og sögu

Forseti heimsótti í morgun safn íslenskra bókmennta og sögu við Cornell háskólann í New York ríki. Safnið ber heitið The Fiske Icelandic Collection og hefur í rúma öld verið einn helsti vettvangur rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum í Bandaríkjunum. Fréttatilkynning. Myndir.

Meira
18. nóvember 2014

Fjölskylduhjálpin

Forseti afhendir viðurkenningar sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir fyrirtækjum og öðrum aðilum sem sérstaklega hafa stutt hjálparstarf samtakanna. Í ávarpi þakkaði forseti Fjölskylduhjálpinni fyrir ötult starf á undanförnum árum. Því miður væru enn margir í okkar samfélagi sem þyrftu reglulega á slíkri aðstoð að halda. Athöfnin fór fram í Ráðhúsinu í Reykjavík.

18. nóvember 2014

Íþróttir fatlaðra

Forseti á fund með formanni og stjórnendum Íþróttasambands fatlaðra um væntanlegt heimsmót, Special Olympics, íþróttaleikja seinfærra og þroskaheftra. Áætlað er að um 40 keppendur fari frá Íslandi en forseti hefur sótt þrjú önnur heimsmót Special  Olympics. Einnig var fjallað um starfsemi sambandsins og fjölmörg 
verkefni á næstu misserum. Fatlað íþróttafólk hefur tekið öflugan þátt í alþjóðlegum mótum, bæði í Evrópu og á heimsvísu.

17. nóvember 2014

Þróun Háskóla Íslands

Forseti á fund með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um þróun háskólans á undanförnum árum og áætlanir um uppbyggingu fræðasviða, stöðu háskólans í alþjóðlegu samhengi og tækifæri til samstarfs ólíkra vísindagreina, atvinnulífs og samfélags.

16. nóvember 2014

Bókmenntaklúbburinn Hana-nú

Forseti tekur á móti bókmenntaklúbbnum Hana-nú en hann skipa eldri borgarar í Kópavogi og ræðir við þá um hlut Bessastaða í íslenskum bókmenntum, skáldin og rithöfundana sem búið hafa á staðnum og stunduðu nám í Bessastaðaskóla.

16. nóvember 2014

Umferðarslys. Minningardagur

Forseti flytur ávarp á athöfn sem haldin er við Landspítalann í Fossvogi til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. Í ávarpinu vottaði forseti fjölskyldum og ættingjum þeirra, sem látist hafa, samúð þjóðarinnar og þakkaði einnig björgunarsveitum, lögreglunni, læknum og hjúkrunarfólki en fulltrúar þeirra voru einnig viðstaddir athöfnina. Þá hvatti forseti til aukinnar árvekni í umferðinni þar sem hver og einn bæri mikla ábyrgð.

15. nóvember 2014

Íslenska óperan

Forseti sækir síðustu sýningu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi og ræðir við Stefán Baldursson óperustjóra um framtíð Óperunnar og nauðsyn þess að leysa fjárhagserfiðleika hennar til frambúðar.

15. nóvember 2014

Sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins

Forseti á fund með sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins sem heimsækir Ísland í boði Alþingis. Rætt var um þróun efnahagslífsins í Kína, hagvöxt og framtíðarhorfur, sem og áherslur nýrra stjórnvalda á lýðræðisþróun og umbætur á sviði laga og réttar, uppbyggingu réttarríkis í Kína. Formaður sendinefndarinnar reifaði þá hugmynd að komið yrði á samræðum við Íslendinga um áfanga í þróun réttarríkis og mannréttinda í ljósi breytinga á Íslandi á undanförnum áratugum. Þá var rætt um vaxandi samvinnu Íslands og Kína, fríverslunarsamning sem nú hefur tekið gildi, uppbyggingu hitaveitna í kínverskum borgum, útflutning á landbúnaðarvörum og sjávarafurðum til Kína sem og nýtingu ýmissa tækninýjunga og uppgötvana á Íslandi. Loks var rætt ítarlega um þróun Norðurslóða, og þátttöku kínverskra sendinefnda í alþjóðaþingum Arctic Circle. Myndir.

14. nóvember 2014

Ævisaga Stein Rokkan

Forseti ræðir við Stein Kuhnle, prófessor í stjórnmálafræði frá Noregi, og rithöfundinn Arild Stubhaug, sem vinnur nú að ritun ævisögu Stein Rokkan sem á sínum tíma var einn fremsti stjórnmálafræðingur Evrópu. Rætt var um tengsl forseta við Stein Rokkan og þátttöku í rannsóknaverkefninu Smaller European Democracies fyrir rúmum 40 árum.

14. nóvember 2014

Skoppa og Skrítla

Forseti tekur á móti ungum fulltrúum Skoppu og Skrítlu sem bjóða til sérstakrar jólasýningar.

14. nóvember 2014

Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni

Forseti ræðir við hóp nemenda í stjórnmálafræði frá Menntaskólanum að Laugarvatni um stjórnskipun lýðveldisins, sögu íslensks lýðræðis, stöðu forsetaembættisins og kjör Íslendinga og framtíðarhorfur í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir heims.

13. nóvember 2014

BUGL, styrktartónleikar Lions

Forseti sækir tónleika sem Lionsklúbburinn Fjörgyn efnir til í Grafarvogskirkju til styrktar Barna og unglingageðdeild Landspítalans


13.11.2014  

Íslensk matvæli

13.11.2014  

Ráðstefna um rafbílavæðingu

10.11.2014  

Schwarzmann styrkir

07.11.2014  

Íslenska samfélagið í Utah

07.11.2014  

Jarðhitagarður á Reykjanesi

07.11.2014  

Leiðtogar í lýðræðisríkjum

07.11.2014  

Arctic Circle. Harpa

06.11.2014  

Neyðarkall björgunarsveita

06.11.2014  

Íslensku markaðsverðlaunin

05.11.2014  

Heimskautastofnun Kína. Vestnorrænt samstarf

05.11.2014  

Norska ríkissjónvarpið. Fótbolti

05.11.2014  

Bandaríkin og Norðurslóðir

04.11.2014  

Vinnufundur um Arctic Circle

03.11.2014  

Heiðarskóli

03.11.2014  

Northern Forum

03.11.2014  

Alaska og Arctic Circle

02.11.2014  

Sendinefnd Þýskalands á Arctic Circle

02.11.2014  

Þróun Arctic Circle

02.11.2014  

Viðtal á Eyjunni

02.11.2014  

Ráðstefnur World Ocean Council og Arctic Circle í Singapúr

02.11.2014  

Nýting gervihnatta á Norðurslóðum

02.11.2014  

Rannsóknir á orkunýtingu í norðurhéruðum Rússlands

02.11.2014  

Sendinefnd Frakklands á Arctic Circle

02.11.2014  

Sendinefnd Kóreu á Arctic Circle

01.11.2014  

Sendinefnd Kína á Arctic Circle