Veftré Print page English

26. júní 2016

Kveðja til nýkjörins forseta

Forseti sendi í morgun Guðna Th. Jóhannessyni eftirfarandi bréf:

"Bessastöðum 26. júní 2016.

Kæri Guðni.

Ég óska þér til hamingju með að vera kjörinn forseti Íslands og vona að farsæld fylgi þér í þeim ábyrgðarmiklu störfum sem senn taka við. Það er mikil gæfa að njóta slíks trausts íslenskrar þjóðar og geta með störfum forseta stuðlað að heill hennar og velgengni á komandi árum. Við Dorrit óskum fjölskyldu þinni góðrar tíðar á Bessastöðum. Fegurð staðarins, andi sögunnar og svipmikil náttúra búa daglegu lífi einstæða umgjörð og við vonum að þið hjónin og börn ykkar munið njóta hér góðra stunda. Með bestu óskum um farsæld á nýrri vegferð." Fréttatilkynning.

25. júní 2016

Blóm í bæ hátíðin í Hveragerði

Forseti tekur þátt í hátíðinni Blóm í bæ í Hveragerði og skoðar ýmis útilistaverk sem gerð hafa verið í tilefni hátíðarinnar og heimsækir ýmsa sýningarstaði.

25. júní 2016

Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar

Forseti afhendir Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar á sérstakri hátíð bækjarins í Lystigarðinum. Verðlaunn hlaut Listvinafélagið í Hveragerði fyrir að halda á lofti og kynna þá listamenn sem búið hafa í bænum.

25. júní 2016

Útskrift í Háskóla Íslands

Forseti er viðstaddur útskriftarhátíð Háskóla Íslands. Brottskráðir eru þeir sem lokið hafa meistara- og kandídatsprófi. Í ræðu þakkaði rektor háskólans forseta fyrir samstarf við skólann.

24. júní 2016

Fyrrum landstjóri Kanada

Forseti á fund með Adrienne Clarkson, fyrrum landstjóra Kanada, um málefni Íslands og Kanada og vaxandi mikilvægi Norðurslóða en hún tók sem landstjóri á móti forseta í opinberri heimsókn hans til Kanada árið 2000 og kom sjálf í opinbera heimsókn til Íslands árið 2003 en sú heimsókn var liður í áherslu Kanada á framtíð Norðurslóða.

24. júní 2016

Hringborð Norðurslóða

Forseti á fund með Dagfinni Sveinbjörnssyni, Brynhildi Davíðsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni um þróun Hringborðs Norðurslóða, væntanlegt þing þess í Reykjavík í haust sem og árangurinn af þinginu sem nýlega var haldið á Grænlandi.

24. júní 2016

Helgistaðir við Hafnarfjörð

Forseti tekur á móti ritsafninu Helgistaðir við Hafnarfjörð sem Hafnarfjarðarkirkja hefur gefið út en Gunnlaugur Haraldsson er höfundur verksins. Í ritsafninu er fjallað um sögu Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi frá upphafi kirkjuhalds fyrr á öldum til nútímans. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti fyrir þetta merka framlag til sögu Íslands, kirkju og kristni sem og til sögu byggðanna í nágrenni Bessastaða.

23. júní 2016

Rússland og Norðurslóðir

Forseti á fund með sendiherra Rússlands, Anton Vasiliev, um þróun samstarfs á Norðurslóðum og framlag einstakra héraða og svæða innan Rússlands til slíks samstarfs, m.a. með þátttöku í þingum Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle.

22. júní 2016

Heillaóskir til landsliðsins

Forrseti sendir heillaóskir til íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Fréttatilkynning.

21. júní 2016

Kynning á Norðurslóðum

Forseti ræðir við Sally Ranney, forseta bandarísku orkustofnunarinnar AREI, um þróun samstarfs á Norðurslóðum og tækifærin sem felast i árlegum þingum Arctic Circle á Íslandi. Viðræðurnar fóru fram í málstofu þings stofnunarinnar sem haldið er i Colorado.

21. júní 2016

Heiðursverðlaun í Bandaríkjunum

Forseti hlýtur heiðursverðlaun bandarísku orkustofnunarinnar American Renewable Energy Institute en hlutverk hennar er að auka nýtingu endurnýjanlegrar orku og taka þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verðlaunin voru nú veitt í þriðja sinn en áður hafa Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og Ted Turner, stofnandi CNN, hlotið þessi heiðursverðlaun. Fréttatilkynning.

20. júní 2016

AREDAY orkuþingið

Forseti flytur ræðu við opnun AREDAY orkuþingsins, American Renewable Energy Day, sem haldið er í Colorado í Bandaríkjunum. Stofnun hreinnar orku í Bandaríkjunum, American Renewable Energy Institute, heldur þingið og sækir það fjöldi fortystumanna samtaka, rannsóknarstofnana, fyrirtækja og almannasamtaka sem einbeita sér að aukinni nýtingu sjálfbærrar orku og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Meginefni þingsins er aðgerðir á grundvelli þess árangurs sem náðist á Loftslagsráðstefnunni í París. Í ræðu sinni lýsti forseti árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og vatnsafls, fjölþættri atvinnustarfsemi á sviði jarðhitanýtingar sem og samstarfi Íslendinga við lönd í Asíu og Afríku á þessu sviði. Einnig nefndi forseti hve ríkulegar jarðhitaauðlindir bíða nýtingar í Bandaríkjunum og vísaði til skýrslu MIT um þau efni. Vefsíða AREDAY stofnunarinnar.


18.06.2016  

Forseti Íslendingadagsins

17.06.2016  

Erlendir sendiherrar

17.06.2016  

Fálkaorðan

17.06.2016  

Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn

16.06.2016  

Chicago Council on Global Affairs

16.06.2016  

Sendiherra Litháens

16.06.2016  

Sendiherra Brasilíu

15.06.2016  

Fundur ráðgjafaráðs SE4All

14.06.2016  

EM. Ísland - Portúgal

13.06.2016  

Heiðursverðlaun Grímunnar

13.06.2016  

Fjölskylda Magnus Olafson

11.06.2016  

Háskólahátíð á Akureyri

10.06.2016  

Mannréttindastjóri Evrópuráðsins

09.06.2016  

Conservation International. Auðlindir hafsins. Jarðhiti. Norðurslóðir

08.06.2016  

Þýskur útvarpsmaður

08.06.2016  

Sendinefnd frá Google

08.06.2016  

Conservation International

07.06.2016  

Sendiherra Kanada

07.06.2016  

Sendiherra Svartfjallalands

07.06.2016  

Sendiherra Úkraínu

05.06.2016  

Sjómannadagurinn í Grindavík

05.06.2016  

Sjómannadagsmessa í Grindavík

05.06.2016  

Sjómannadagsmessa í Dómkirkjunni

04.06.2016  

Listahátíð

03.06.2016  

Hátæknisetur