Veftré Print page English

23. maí 2016

Sendinefnd þýska þingsins

Forseti á fund með sendinefnd þýska þingsins sem heimsækir Ísland í boði Alþingis en hana skipa þingmenn sem sérstaklega sinna tengslum við Ísland og önnur Norðurlönd. Rætt var um þróun Norðurslóða og mikilvægi víðtækrar samvinnu á þeim vettvangi, nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, bæði í Þýskalandi og öðrum ríkjum Evrópu sem og reynslu Íslendinga af glímunni við fjármálakreppuna og hvaða afleiðingar hún hefði haft fyrir stjórnmálalífið í landinu.

22. maí 2016

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun á lokahátíð Nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem haldin var í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Á hátíðinni fékk fjöldi nemenda verðlaun fyrir hugmyndir sínar. Í ávarpi þakkaði forseti frumkvæði Nýsköpunarverðlaunanna en þau hefðu opnað nýja sýn á að nýsköpun gæti farið fram vítt og breitt um samfélagið og hjá öllum kynslóðum.

21. maí 2016

Samstarf við Alaska. Norðurslóðir

Forseti á fund með Alice Rogoff, útgefanda Alaska Dispatch, og Mead Treadwell, stjórnanda Pt Capital og fyrrum vararíkisstjóra Alaska um samstarf við Alaska á sviði tækniþróunar í sjávarútvegi sem og þróun samstarfs á Norðurslóðum en þau hafa bæði um árabil verið í forystu Norðurslóðasamstarfs.

21. maí 2016

TEVA. Actavis

Forseti á fund með stjórnendum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins TEVA og fulltrúum Actavis um samvinnu fyrirtækjanna og þróun lyfjaiðnaðar á komandi árum. Bæði fyrirtækin eru dæmi um hverju lítil lönd geta áorkað á þessu sviði en TEVA var stofnað í Ísrael og Actavis hefur verið öflug stoð í nýsköpun íslensks atvinnulífs.

21. maí 2016

Bremen. Finnafjörður

Forseti á fund með Martin Günthner, efnahagsráðherra Bremen, og fulltrúum Bremenhafnar ásamt sendiherra Þýskalands á Íslandi um samstarf og rannsóknir varðandi hugsanlega höfn í Finnafirði. Verkefnið var á dagskrá í opinberri heimsókn forseta til Þýskalands árið 2013, á fundum með kanslara Þýskalands Angelu Merkel og í sérstakri heimsókn forseta til Bremen.

21. maí 2016

Kjólameistarar frá Tækniskólanum

Forseti sækir sýningu á verkum kjólameistara sem stundað hafa nám við Tækniskólann.

21. maí 2016

Setning Listahátíðar

Forseti er viðstaddur setningu Listahátíðar í Listasafni Íslands.

21. maí 2016

Ræðismenn

Forseti tekur á móti hópi íslenskra ræðismanna og ræðismanna Íslands í öðrum löndum og ræðir við þá um framlag ræðismanna til alþjóðasamskipta Íslendinga.

19. maí 2016

Háskóli Grænlands

Forseti tekur þátt í málstofu um nýsköpun og samstarf háskóla á Norðurslóðum sem haldið er í Háskóla Grænlands í tengslum við Grænlandsþing Arctic Circle.

19. maí 2016

Heiðursorða grænlenska þingsins

Forseti grænlenska þingsins Lars-Emil Johansen sæmdi forseta Nersornaat, heiðursorðu grænlenska þingsins, fyrir framlag hans og forystu í málefnum Norðurslóða og fyrir samstarf við Grænland. Athöfnin fór fram á lokafundi Grænlandsþings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem haldið hefur verið í Nuuk.

Í ávarpi þakkaði forseti Íslands þann mikla heiður sem sér væri sýndur og lýsti samstarfi sínu við forystumenn Grænlands og hve mikilvæg staða Grænlands væri í framtíðarskipan Norðurslóða. Hann væri djúpt snortinn vegna ákvörðunar grænlenska þingsins um að veita sér þennan heiður. Myndir. Fréttatilkynning.

18. maí 2016

Grænlandsþing Arctic Circle

Forseti situr Grænlandsþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið er í Nuuk. Í ýmsum málstofum er fjallað um þróun atvinnulífs: ferðaþjónustu, flugsamgöngur, siglingar, vöruflutninga, fiskveiðar sem og fjárfestingar og alþjóðlegt samstarf á því sviði.

17. maí 2016

Setning Grænlandsþings Arctic Circle

Forseti flytur ræðu á opnunarfundi Grænlandsþings Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle Greenland Forum sem haldið er í Nuuk. Aðrir ræðumenn við opnunina voru Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Okalik Eegeesiak, formaður Frumbyggjaráðs Norðurslóða, Inuit Circumpolar Council. Á dagskrá þingsins í dag og næstu tvo daga verða málstofur um margvíslega þætti í efnahagsþróun Norðurslóða, áhrif frumbyggja á atvinnulíf og fjárfestingar, þróun ferðaþjónustu, siglinga, fiskveiða sem og umfjöllun um aðra nýtingu náttúruauðlinda, heilbrigðismál, nýsköpun og menntun. Setningarræða forseta. Fréttatilkynning Arctic Circle.


16.05.2016  

Undirbúningur Grænlandsþings Arctic Circle

14.05.2016  

Norrænir karlakórar. Afmæli Fóstbræðra

13.05.2016  

Karlakóramót

13.05.2016  

Viðtal við Fréttablaðið

13.05.2016  

Sendinefnd frá Qinghai héraði í Kína

12.05.2016  

Málþing Lögmannafélags Íslands

12.05.2016  

Afmæli Hins íslenska bókmenntafélags

11.05.2016  

Eyþing: Orka. Sjálfbærni. Nýsköpun

09.05.2016  

Yfirlýsing vegna forsetakjörs

08.05.2016  

Samstarf við Grænland

08.05.2016  

Hátíðarafmæli Æskunnar

05.05.2016  

Eldri borgarar í Garðabæ

01.05.2016  

Hádegisverður í konungshöllinni

30.04.2016  

Hátíðarkvöldverður í konungshöllinni

30.04.2016  

Ráðhús Stokkhólmsborgar

30.04.2016  

Guðþjónusta í hallarkirkjunni

29.04.2016  

Afmæli Svíakonungs

28.04.2016  

Hringborð um mannréttindi, lýðræði og stjórnarfar

28.04.2016  

Bjarni Tryggvason

28.04.2016  

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna. Lokaávarp

28.04.2016  

Alþjóðlegt jarðhitasamstarf. IRENA

27.04.2016  

Michael Porter

27.04.2016  

Alþjóðleg jarðhitaráðstefna

27.04.2016  

Lagnaverðlaunin

26.04.2016  

Sjálfbær orka fyrir alla, SE4ALL