Veftré Print page English

31. janúar 2015

Nýsveinahátíð

Forseti afhendir verðlaun og flytur ávarp á Nýsveinahátíð sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Einnig afhendir forseti Össuri Kristinssyni viðurkenningu sem heiðursiðnaðarmaður ársins. Í ávarpi áréttaði forseti framlag iðnarmanna til uppbyggingar íslensk þjóðfélags, þróunar menningar og mannlífs. Þau verk sem staðist hafa tímans tönn, byggingar og handverk, eru á margvíslegan hátt framlag iðnaðarmanna. Í ljósi breyttrar þjóðfélagshátta kæmi vel til skoðunar að leggja niður þá orðanotkun að tala um bóknám annars vegar og verknám hins vegar; fara í stað þess að beina athyglinni að fjölþættu námi sem á sérhverju sviði væri í senn bóklegt og verklegt.

30. janúar 2015

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut Bryndís Björgvinsdóttir verðlaunin fyrir bókina Hafnfirðingabrandarinn. Í flokka fræðirita og rita almenns efnis hlaut verðlaunin Snorri Baldursson fyrir bókina Lífríki Íslands. Vistkerfi lands og sjávar. Í flokki fagurbókmennta Ófeigur Sigurðsson fyrir bókina Öræfi.

29. janúar 2015

Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands. Menntaverðlaun

Forseti er viðstaddur og flytur ávarp á athöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunetið afhenda styrki úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands og veitt eru menntaverðlaun Suðurlands. Í ávarpi áréttaði forseti mikilvægi þess að samtök byggðarlaga og atvinnulífs í einstökum landshlutum efldu vísindastarf, rannsóknir og menntastofnanir. Styrkir rannsóknasjóðsins á undanförnum árum sýndu mikla fjölbreytni og grósku og gætu orðið öðrum landshlutum fyrirmynd um nýjar leiðir til að styrkja vísinda- og rannsóknastarf ungs fólks.

29. janúar 2015

Akureyri. Miðstöð Norðurslóða

Forseti á fund með bæjarstjóra Akureyrar, bæjarfulltrúum, rektor Háskólans á Akureyri og öðrum fulltrúum háskólans sem og fulltrúum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Arctic Services, Norðurslóðanetsins og annarrar starfsemi sem tengist Norðurslóðum á Akureyri. Rætt var um þau þáttaskil sem orðið hafa á nýliðnum árum þegar fjöldi ríkja í Asíu og Evrópu beinir athygli sinni að Norðurslóðum og samvinna Norðurskautsríkjanna hefur eflst á margvíslegan hátt. Baráttan gegn loftslagsbreytingum hefur einnig varpað nýju ljósi á mikilvægi Norðurslóða. Í ávarpi sínu lagði forseti áherslu á þá sérstöðu sem Akureyri hefði öðlast á sviði Norðurslóðamálefna. Hin fjölþætta starfsemi sem þar færi fram fæli í reynd í sér að Akureyri væri orðin eins konar miðstöð Norðurslóðamálefna og æ fleiri víða að úr veröldinni hefðu áhuga á að tengjast starfseminni sem þar færi fram.

29. janúar 2015

Háskólinn á Akureyri. Norðurslóðir

Forseti á fund með rektor Háskólans á Akureyri og forstöðumönnum einstakra deilda og fræðasviða um margvísleg rannsóknarverkefni sem unnin eru á vegum skólans og tengjast þróun Norðurslóða, svo sem í heilbrigðismálum, menntamálum, félagsmálum, byggðaþróun og á sviði heimskautaréttar. Fundurinn fór fram í Háskólanum á Akureyri.

29. janúar 2015

Norðurslóðanet

Forseti á fund með stjórnendum Norðurslóðanetsins á Akureyri um þróun verkefna á þessu ári, víðtæk alþjóðleg tengsl og hugmyndir um útgáfu sérstaks tímarits sem helgað væri Norðurslóðarannsóknum og annarri starfsemi á Íslandi.

28. janúar 2015

Sendiherra Bandaríkjanna

Forseti á fund með nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um langvarandi og traust samband ríkjanna, söguleg tengsl allt frá miðöldum og landnám Íslendinga í Vesturheimi á 19. öld sem og margvísleg samskipti á sviði viðskipta og varnarsamstarfs á síðari hluta 20. aldar. Þá var einnig fjallað um þær breytingar sem felast í auknu mikilvægi Norðurslóða, væntanlega formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu og hugmyndir um björgunarmiðstöð á Íslandi sem reist yrði á grundvelli þess samkomulags sem gert var innan Norðurskautsráðsins fyrir nokkrum árum. Mikilvægt væri einnig að treysta tengsl við einstök ríki í Bandaríkjunum eins og Alaska og Maine sem hafa átt í auknu samstarfi við Ísland og efla kynningu á kostum jarðhita í Bandaríkjunum, einkum til húshitunar. Mynd.

28. janúar 2015

Hlaupafélagið Treysti frá Klakksvík

Forseti tekur á móti börnum, foreldrum og þjálfurum frá Hlaupafélaginu Treysti í Klakksvík í Færeyjum sem eru í heimsókn á Íslandi.

28. janúar 2015

Nemendur í silfursmíði

Forseti tekur á móti hópi nemenda og kennara í gull- og silfursmíði frá Tækniskólanum og sýnir þeim ýmsa gripi og búnað sem varðveittir eru á Bessastöðum, ræðir um ákvarðanir Sveins Björnssonar varðandi húsbúnað á Bessastöðum og ýmsar gjafir sem borist hafa á lýðveldistímanum.

27. janúar 2015

Ár ljóssins

Forseti er viðstaddur athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem ýtt er úr vör Ári ljóssins á Íslandi. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga árið 2015 ljósinu, hlutverki þess í mannlífi og náttúru með áherslum á tækniþróun og aðra þætti í nýtingu ljóssins. Fjölmargir atburðir verða á Íslandi og koma Háskóli Íslands, Félag Sameinuðu þjóðanna og Íslenska UNESCO nefndin að skipulagi þeirra. Forseti er verndari ársins.

27. janúar 2015

Sjávarorka

Forseti á fund með Valdimar Össurarsyni sem unnið hefur að þróun nýrrar tækni við að virkja sjávarföll. Tilraunirnar hafa verið á vegum Valorku og fela í sér nýja nálgun við virkjun strauma við útnes.

24. janúar 2015

Þorrablót á Álftanesi

Forseti sækir Þorrablót sem Kvenfélag Álftaness og Lionsklúbbur Álftaness halda í íþróttahúsi byggðarlagsins.


21.01.2015  

Hrein orka. Loftslagsbreytingar

20.01.2015  

Norræn skrifstofa í Masdar

20.01.2015  

Zayed orkuverðlaunin. Vinnufundur

19.01.2015  

Zayed orkuverðlaunin. Heimsþing hreinnar orku

19.01.2015  

Jarðhitasamvinna. Orkuráðherra Frakklands

19.01.2015  

Loftslagsbreytingar. Fundur með Al Gore

19.01.2015  

Zayed orkuverðlaunin. Blaðamannafundur

18.01.2015  

Hitaveituframkvæmdir í Kína og Asíu

18.01.2015  

Jarðhitasamvinna í Abu Dhabi

17.01.2015  

Snjóflóðið í Súðavík

16.01.2015  

Heillaóskir til Jóhanns Jóhannssonar

14.01.2015  

Þýskaland og Norðurslóðir

13.01.2015  

Ljóstækni við fiskveiðar

09.01.2015  

Íslensk matvælaframleiðsla

09.01.2015  

Samstarf við Japan

08.01.2015  

Samúðarkveðja til forseta Frakklands

07.01.2015  

Umferðarsáttmáli

06.01.2015  

Hitaveituframkvæmdir í Asíu

06.01.2015  

Útför Tómasar Árnasonar

06.01.2015  

Hringborð Norðurslóða. Arctic Circle

05.01.2015  

Sendiherra Alsírs

05.01.2015  

Samstarf við Bandaríkin

04.01.2015  

Jólatrésfagnaður

03.01.2015  

Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara

03.01.2015  

Íþróttamaður ársins