Fréttir | 02. nóv. 2021

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

Forsetahjón taka á móti nemendum og starfsliði Alþjóðlega jafnréttisskólans. Jafnréttisskólinn er hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu við Háskóla Íslands ásamt Jarðhitaskólanum, Sjávarútvegsskólanum og Landgræðsluskólanum. Miðstöðin starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Jafnréttisskólinn býður upp á diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum auk þess að veita styrki til doktorsnáms. Á þessu misseri eru nemendur 20 talsins og koma frá 15 löndum og hefur skólinn starfað hér á landi í 12 ár.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar