Fréttir | 12. okt. 2023

Líffræðiráðstefna

Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar gefst líffræðingum á Íslandi gott tækifæri til að kynna rannsóknir sínar fyrir starfssystkinum og fróðleiksfúsum almenningi. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi vísinda, rannsókna og sérfræðiþekkingar í samfélaginu. Jafnframt sagði hann þó að varast þyrfti allan menntahroka; og kynna þyrfti niðurstöður og upplýsingar í krafti sannfæringar, víðsýni og virðingar fyrir ólíkum skoðunum og takmörkum eigin þekkingar.

Að ávarpi forseta loknu tóku tveir líffræðingar við heiðursviðurkenningu Líffræðifélagsins, þær Ingileif Jónsdóttir og Camille Anna-Lisa Leblanc.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar