Fréttir | 12. mars 2024

Íslensku tónlistarverðlaunin

Forseti situr hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna og tilkynnir hver hlaut viðurkenningu sem bjartasta von íslensks tónlistarlífs. Að þessu sinni fékk hinn 21 árs gamli Kári Egilsson þessa viðurkenningu. Kári gaf út sína fyrstu plötu árið 2023 og þar semur hann bæði lög og texta, syngur, spilar á hljómborð og útsetur fyrir strengi og blásturshljóðfæri. 

Að Íslensku tónlistarverðlaununum standa regnhlífarsamtök aðildarfélaga í íslenskri tónlist, Samtónn. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í beinni útsendingu á RÚV. Verðlaun voru veitt í níu flokkum auk björtustu vonarinnar. Þá var Hörður Áskelsson heiðraður fyrir æviframlag sitt til íslensks tónlistarlífs.

Pistill forseta: Uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar