• Ljósmynd/Blindrafélagið
Fréttir | 24. apr. 2024

Vinir leiðsöguhunda

Forseti afhendir viðurkenningu og kynnir sér starf Blindravinnustofunnar í Reykjavík og Blindrafélagsins á alþjóðadegi leiðsöguhundsins.

Ingólfur Garðarsson, rekstrarstjóri Blindravinnustofunnar, Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Sigþór U. Hallfreðsson, formaður þess, kynntu starfsemina fyrir forseta. Síðan afhenti hann fulltrúa Bónuss viðurkenningu fyrir farsælan stuðning og samstarf við Blindravinnustofuna í áranna rás.

Þá ýtti forseti formlega úr vör átakinu Vinir leiðsöguhunda sem snýst um að vekja athygli á mikilvægi þeirra fyrir blinda og sjónskerta í dagsins önn.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar