Fréttir | 26. apr. 2024

Sendiherra Hollands

Forseti fundar með John Groffen, sendiherra Hollands gagnvart Íslandi og Bernhard Þór Bernhardssyni aðalræðismanni Hollands á Íslandi. Sendiráð Hollands í Noregi sinnir jafnframt málefnum Íslands og um þessar mundir er sendiherrann í reglubundnum erindagjörðum hér á landi. Rætt var um farsæl samskipti Íslands og Hollands í áranna rás, álitamál sem upp hafa komið og sóknarfæri fram undan. Þá var rætt um sameiginlega hagsmuni og sjónarmið ríkjanna á alþjóðavettvangi, ekki síst í loftslags-, varnar- og öryggismálum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar