Fálkaorðan

Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.

Mynd

Íslenskir orðuþegar eru að jafnaði ríflega tugur hverju sinni. Að auki sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Stig orðunnar eru fimm.

Orðunefnd

Í orðunefnd eiga nú sæti:

Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
Bogi Ágústsson fréttamaður
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Jón Egill Egilsson, fv. sendiherra
Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og fv. alþingismaður
Sif Gunnarsdóttir, orðuritari

Um orðuna og orðunefnd gilda ákvæði forsetabréfs.
Nr 144/2005 31. desember. Forsetabréf um starfsháttu orðunefndar. 6.1.2006
Nr 145/2005 31. desember. Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu. 6.1.2006

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar