Fálkaorðan

Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní.

Mynd

Íslenskir orðuþegar eru að jafnaði ríflega tugur hverju sinni. Að auki sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Stig orðunnar eru fimm.

Orðunefnd

Í orðunefnd eiga nú sæti:

Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
Bogi Ágústsson fréttamaður
Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari
Sigríður Snævarr, fv. sendiherra

Sif Gunnarsdóttir, orðuritari

Um orðuna og orðunefnd gilda ákvæði forsetabréfs.
Nr 144/2005 31. desember. Forsetabréf um starfsháttu orðunefndar. 6.1.2006
Nr 145/2005 31. desember. Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu. 6.1.2006

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar