Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) var stofnað 28. janúar 1912 undir heiti Íþróttasambands Íslands. Við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997 breyttist nafnið í Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. ÍSÍ er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi.

Samkvæmt lögum frá Alþingi er ÍSÍ æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi í landinu. Sambandið er byggt upp af sérsamböndum, héraðssamböndum/íþróttabandalögum og um fjölmörgum íþrótta- og ungmennafélögum og deildum þeirra. Höfuðstöðvar íþróttahreyfingarinnar eru í Laugardal í Reykjavík.

Forseti Íslands er verndari ÍSÍ. 

Vefsvæði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar