Gjafasafn embættis forseta Íslands

Forseta Íslands eru gefnar gjafir af ýmsu tagi og er meginreglan sú að litið er á þær sem gjöf til embættisins fremur en til þess einstaklings sem embættinu gegnir. Margar þessara gjafa eru hafðar til sýnis í Bessastaðastofu en ekki verður því við komið að sýna þær allar í einu. Hér má sjá nokkur sýnishorn úr þessu gjafasafni.

Sýnishorn úr gjafasafninu

Amerísk ugla

Uglustyttuna færði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti forseta Íslands í tilefni af leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs, aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986.

Skjöldur úr perlumóður

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, færði forseta Íslands þennan skjöld að gjöf er hann heimsótti Bessastaði árið 2008.

Höggmynd úr gleri og graníti

Kalmarborg færði forseta Íslands þessa höggmynd að gjöf í tilefni minningarhátíðar um Kalmarsambandið árið 1997.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar