Tilnefning orðuþega

Þeir sem vilja tilnefna orðuþega þurfa að gera það formlega með bréfi sem stílað er á orðunefnd.

Tilnefningar til orðunefndar skulu vera bréflegar og undirritaðar af einum eða fleiri aðilum. Fjöldi undirskrifta ræður ekki úrslitum um orðuveitingu. Í tilnefningu skal tilgreina helstu æviatriði viðkomandi og hvað það er sem bréfritari telur að sá sem tilnefndur er hafi gert til að verða sæmdur fálkaorðunni. Ekki er tekið við tilnefningum sem berast rafrænt. Ekki er tekið við tilnefningum frá nánum skyldmennum þess sem tilnefndur er.

Heimilisfang orðunefndar er:

Orðunefnd
Sóleyjargötu 1
101 Reykjavík

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar