• Forseti tekur á móti nemendum og kennurum við sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ræðir við nemendur og kennara við sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ræðir við nemendur og kennara við sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 15. ágú. 2024

Smáríkjafræði

Forseti tekur á móti nemendum við sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki, sem starfar undir Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Sumarskólinn hefur verið haldinn frá árinu 2003 og koma nemendur víðsvegar að úr Evrópu til að læra um stöðu og áskoranir smáríkja í alþjóðakerfinu.

Í ár samanstendur hópurinn af 17 meistaranemum frá Norðurlöndum, Eystrasaltsríkjum, Færeyjum og Grænlandi. Meginþemað að þessu sinni er öryggis- og varnarmál smáríkja í Norður-Atlantshafi (e. Small States and Current Security Challenges in the North Atlantic).

Forseti bauð hópinn velkominn til Íslands, svaraði spurningum þeirra og ræddi um vægi smáríkja í öryggis- og varnarmálum, ekki síst frá sjónarhóli kynja- og kynslóðajafnréttis og loftslagsmálum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar