Forseti tekur á móti hópi fólks frá Kanada og Bandaríkjunum sem á ættir að rekja til Íslands. Hópurinn er hér á landi undir merkjum Snorra Plús verkefnisins sem miðar að því að styrkja tengsl milli Íslendinga og afkomenda íslenskra innflytjenda til Norður-Ameríku. Snorri Plús hópurinn er fyrir fólk yfir þrítugu sem fá þannig tækifæri til að kynna sér sögu lands og þjóðar og ferðast um æskuslóðir formæðra sinna forfeðra.
Fyrsti Snorrahópurinn kom til landsins sumarið 1999 og hefur heimsókn að forsetasetrinu á Bessastöðum verið fastur liður í 25 ára sögu verkefnisins.