• Forseti við setningu átaksins Gulur september í ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd/Pétur Fjelsted
  • Forseti við setningu átaksins Gulur september í ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd/Pétur Fjelsted
  • Forseti við setningu átaksins Gulur september í ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd/Pétur Fjelsted
  • Forseti við setningu átaksins Gulur september í ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd/Pétur Fjelsted
  • Forseti við setningu átaksins Gulur september í ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd/Pétur Fjelsted
Fréttir | 01. sep. 2024

Gulur september

Forseti flytur ávarp við setningu Guls september, samvinnuverkefnis stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Átakið var í fyrsta skipti haldið árið 2023 með þeim hætti að tileinka heilan mánuð vitundarvakningu um málefnið. Haustið er valið fyrir átakið vegna þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. Einkunnarorð átaksins í ár eru kærleikur, aðgát og umhyggja.

Í ávarpi sínu ræddi forseti um andlega líðan í samfélaginu og sagði að þörf væri á þjóðarátaki. Aukin vanlíðan, einmanaleiki, ofbeldi og fíkn væru meðal brýnustu verkefna samtímans sem samfélagið þurfi að leysa saman. Þá benti forseti á að á Íslandi láti að meðaltali 39 einstaklingar lífið í sjálfsvígum á hverju ári og Íslands sé í 4. sæti af 41 þjóð á lista UNICEF þegar kemur að tíðni sjálfsvíga ungmenna. „Þetta eru stóru, erfiðu málin í öllum samfélögum. Hlutverk okkar er að knýja fram svör við því hvernig við snúum þessari þróun við. Ykkar framlag, kæru vinir, í þá veru er ómetanlegt."

Ávarp forseta má lesa í heild sinni hér.

Að verkefninu Gulur september standa Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Píeta samtökin, Rauði krossinn á Íslandi, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjan og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar