Forseti er heiðursgestur og tekur þátt á Opnunarviðburði Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, sem fram fer í starfsstöð Carbfix við Hellisheiðarvirkjun. Viðburðurinn var haldinn til að fagna upphafi 25. starfsfárs félagsins. Forseti átti þar opið samtal um loftslagsmál, sjálfbærni og kvenleiðtoga í atvinnulífinu við Eddu Sif Pind Aradóttur, framkvæmdastjóra Carbfix. Þá var farin vettvangsferð á framkvæmdasvæði Carbfix, þar sem koldíoxíði er dælt ofan í jarðlög þar sem það binst í steindir. Forseta fékk afhentan að gjöf stein úr basalti sem er afrakstur tækni Carbix.
Fréttir
|
05. sep. 2024
25 ára afmæli FKA
Aðrar fréttir
Fréttir
|
04. okt. 2024
Heiðursverðlaun RIFF
Forseti býður til móttöku og afhendir heiðursverðlaun.
Lesa frétt
Fréttir
|
02. okt. 2024
Forvarnardagurinn 2024
Forseti ávarpar málþing og ræðir við ungmenni.
Lesa frétt
Fréttir
|
01. okt. 2024
Ræðismenn Íslands erlendis
Forsetahjón taka á móti um 140 kjörræðismönnum Íslands.
Lesa frétt