Forseti gerist verndari minningarsjóðs sem stofnaður er í nafni Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Bryndís Klara lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Áhersla sjóðsins verður á fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600. Að minningarsjóðnum standa KPMG og Lindarkirkja.