Forseti tekur á móti Piiu Mathiesen, nýjum sendiherra Eistlands með aðsetur í Noregi, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um ríka sögu í samskiptum ríkjanna, þar á meðal ötulan stuðning Íslands við endurheimt sjálfstæðis Eistlands á sínum tíma. Þá var rætt um leiðir til að styrkja samstarf landanna enn frekar, meðal annars á sviði grænna lausna í orkuskiptum, nýsköpun í tækniiðnaði og öðrum sviðum viðskipta, en nokkur fjöldi íslenskra fyrirtækja er með starfsstöðvar í Eistlandi. Þá var rætt um öryggis- og varnarmál í alþjóðasamskiptum, meðal annars um stafrænt öryggi þar sem Eistland hefur verið í fararbroddi. Um 320 eistneskir ríkisborgarar eru búsettir á Íslandi.
Fréttir
|
09. sep. 2024
Eistland
Aðrar fréttir
Fréttir
|
10. nóv. 2024
Samverustund í Grindavík
Forseti flytur ávarp og sækir samverustund.
Lesa frétt
Fréttir
|
07. nóv. 2024
Blái trefillinn
Eiginmaður forseta heimsækir Krabbameinsfélagið Framför.
Lesa frétt
Fréttir
|
06. nóv. 2024
Íslensku menntaverðlaunin
Forseti afhendir Íslensku menntaverðlaunin 2024.
Lesa frétt