Forseti á fund með Sunnu Furstenau framkvæmdastjóra Icelandic Roots ásamt Becky Byerly-Adams kynningarfulltrúa samtakanna. Icelandic Roots er sjálfseignarstofnun sem tileinkuð er varðveislu íslenskrar ættfræði og menningarfleifðar, bæði í Norður-Ameríku og víðar um heim. Icelandic Roots er rekið af tugum sjálfboðaliða sem leitast við að kynna sögu Íslands með fyrirlestrum og bókaútgáfu, með fræðsludagskrám, á samfélagsmiðlum og víðar og aðstoða þannig fólk með íslenskan bakgrunn að læra meira um uppruna sinn og íslenska fjölskyldusögu.
Fréttir
|
11. sep. 2024
Íslenskar rætur
Aðrar fréttir
Fréttir
|
02. nóv. 2025
„Forvitin, þrautseig og opin fyrir ævintýrum“
Forseti sæmir 26 rekkaskáta forsetamerkinu.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. okt. 2025
Lykilar að góðri líðan barna og unglinga
Forseti tekur þátt í málþingi á Selfossi.
Lesa frétt