Forseti á fund með stjórn menningarmiðstöðvarinnar Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum í Danmörku. Við Nordatlantisk hus er áhersla lögð á að kynna listir og menningu frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Auk þess er húsið samkomustaður fyrir fólk frá þessum löndum og Danmörku. Stjórn menningarmiðstöðvarinnar sagði forseta frá áætlunum um að stækka húsið til að skapa meira rými fyrir núverandi starfsemi, sem er 11 ára gömul, og til að bæta við starfsemina upplýsingamiðstöð um loftslagsmál. Hluti af því brýna verkefni verður uppsetning varanlegrar sýningar sem mun fjalla um loftslagsáskoranir og tillögur um hvernig takast megi á við þær komandi kynslóðum til heilla.
Fréttir
|
11. sep. 2024
Nordatlantisk Hus
Aðrar fréttir
Fréttir
|
27. okt. 2025
Kvennafrídagurinn vekur athygli
Forseti í viðtali við CNN, ARD og The Guardian.
Lesa frétt
Fréttir
|
24. okt. 2025
Kveðja frá Namibíu
Lucia Witbooi varaforseti Namibíu minnist Kvennafrídagsins.
Lesa frétt
Fréttir
|
24. okt. 2025
Kveðja frá Kósovó
Vjosa Osmani forseti Kósovó minnist Kvennafrídagsins.
Lesa frétt