Fréttir | 17. sep. 2024

Alzheimersamtökin

Björn Skúlason, eiginmaður forseta, gerist verndari Alzheimersamtakanna og heimsækir af því tilefni Seigluna í Lífsgæðasetri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Seiglan er þjónustumiðstöð fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Alzheimersamtakanna á Íslandi, tók á móti Birni sem kynnti sér starfsemi Seiglunnar og ræddi við starfsfólk og þjónustuþega.

Björn tekur við verndarahlutverkinu af Elizu Reid, fyrrverandi forsetafrú, sem var verndari Alzheimersamtakanna í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar