• Forseti gróðursetur tré í Vinaskógi ásamt Jónatan Garðarsyni, formanni Skógræktarfélags Íslands. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ávarpar athöfn í Vinaskógi í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Cecilie Willoch, sendiherra Noregs, ásamt forseta við athöfn í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti gróðursetur tré í Vinaskógi ásamt Jónatan Garðarsyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Cecilie Willoch, sendiherra Noregs, Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti gróðursetur tré í Vinaskógi ásamt Jónatan Garðarsyni, formanni Skógræktarfélags Íslands og Cecilie Willoch, sendiherra Noregs, Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ásamt sjálfboðaliðum í skógrækt við athöfn í Vinaskógi í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ásamt Einari Á. Sæmundsen, þjóðgarðsverði á Þingvöllum. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ávarpar athöfn í Vinaskógi í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, ávarpar athöfn í Vinaskógi í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti gróðursetur tré í Vinaskógi ásamt Jónatan Garðarsyni, formanni Skógræktarfélags Íslands. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti fær afhenta bókina Boka som redda Norge! eftir Kjell-Olav Masdalens. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 18. sep. 2024

Vinaskógur

Forseti flytur ávarp og gróðursetur tré í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá fyrstu gróðursetningu þar fyrir hönd vinaþjóðanna Íslands og Noregs. Skógræktarfélag Íslands og sendiráð Noregs á Íslandi boðuðu til sameiginlegrar athafnar í Vinaskógi við Þingvelli. Stofnað var til skógarins árið 1990 að frumkvæði Vigdísar Finnbogadóttur og hafa forsetar lýðveldisins tekið þátt í athöfnum þar af ýmsu tagi, meðal annars í fylgd erlendra þjóðhöfðingja sem sækja Ísland heim. 

Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, leiddi athöfnina og aðstoðaði forseta og sendiherra Noregs, Cecilie Willoch, við að gróðursetja þrjú tré til merkis um vináttusamband Íslands og Noregs. Þá var forseta afhent að gjöf bókin Frændur fagna skógi, sem Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag Noregs gefa út sameiginlega á íslensku og norsku. Bókin fjallar á ítarlegan hátt um samskipti Íslands og Noregs hvað varðar skógrækt og timburnytjar frá upphafi byggðar á Íslandi.

Að athöfninni í Vinaskógi lokinni var haldið í Norska lundinn á Þingvöllum þar sem Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði frá upphafi skógræktar Norðmanna þar árið 1949, þróun hennar og áhrif á ásýnd staðarins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar