• Forseti ræðir við Hólmfríði Sigurðardóttur skáldkonu og tekur við árituðu eintaki af bók hennar Dagar sóleyjanna. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forsetahjón heimasækja skáldkonuna Hólmfríði Sigurðardóttur. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ræðir við Hólmfríði Sigurðardóttur skáldkonu og tekur við árituðu eintaki af bók hennar Dagar sóleyjanna.Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ræðir við Hólmfríði Sigurðardóttur skáldkonu og tekur við árituðu eintaki af bók hennar Dagar sóleyjanna. Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
  • Forseti ræðir við Hólmfríði Sigurðardóttur skáldkonu og tekur við árituðu eintaki af bók hennar Dagar sóleyjanna.Ljósmynd: Skrifstofa forseta/Una Sighvatsdóttir
Fréttir | 19. sep. 2024

Hólmfríður Sigurðardóttir

Forseti heimsækir skáldkonuna Hólmfríði Sigurðardóttur, en hún orti ljóðið Leitum sem forseti gerði að lokaorðum sínum í innsetningarræðu við embættistökuna þann 1. ágúst. Hólmfríður starfaði sem sérkennari um árabil en býr nú á hjúkrunarheimilinu Mörk og er 93 ára gömul. Í gegnum tíðina orti hún gjarnan tækifærisljóð sem hún tók loks saman þegar hún var komin á níræðisaldur og gaf út í bókinni Dagar sóleyjanna árið 2015. Forseti heimsótti Hólmfríði til að færa henni þakkir fyrir afnot af ljóðinu í innsetningarræðunni. Um leið færði skáldið forseta áritað eintak af bók sinni. Ljóð Hólmfríðar má lesa hér: 

Leitum

Leitum úrræða
látum hendur og orð
fallast í faðma

leitum gleðinnar
í ljóðinu
finnum frelsið
í höndunum
leitum regnbogans
finnum ljósberann

leitum láns
finnum það leika um líf
lands vatns og ljóss.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar