Forseti tekur á móti fulltrúum Kiwanis á Íslandi og gerist verndari landssöfnunar hreyfingarinnar til styrktar Einstökum börnum. Á þessu ári er því fagnað að 50 ár eru liðin frá fyrstu landssöfnun Kiwanis á Íslandi til styrktar geðverndarmálum. Þá er þess einnig minnst að 60 ár eru frá því að formlegt Kiwanisstarf hófst hér á landi með stofnun fyrsta Kiwanisklúbbsins þann 14. janúar 1964. Forsetar lýðveldisins hafa verið verndarar landssafnana Kiwanis síðan Vigdís Finnbogadóttir gegndi embættinu.
Að þessu sinni safnar Kiwanis fyrir Einstök börn, en það er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Kiwanis á Íslandi styður við velferð barna með margvíslegum hætti.