Forseti flytur ávarp og afhendir heiðursverðlaun á kvikmyndahátíð ungmenna, UngRIFF. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og fór opnunarviðburðurinn fram í Smárabíói í Kópavogi og á sama tíma í Herðubíói á Seyðisfirði og Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.
Forseti afhenti heiðursverðlaun fyrir framlag til barnaefnis og voru þau veitt Stúdíó Sýrlandi en þar hefur barnaefni verið talasett á íslensku síðan á tíunda áratugnum.
UngRIFF er hátið fyrir ungmenni á aldrinum 14-16 ára, skipulögð í samstarfi við ungmennaráð UngRIFF. Markmið UngRIFF er að vera leiðandi í kennslu gegnum kvikmyndir og kvikmyndagerð. Í ávarpi sínu sagðist forseti hafa mikla trúa á kennslu í gegnum kvikmyndamiðilinn sem geti gefið nýja sýn á samfélagið, spurt mikilvægra spurning og tekið fyrir málefni sem þurfi að ræða.