Forseti er aðalræðumaður á ráðstefnunni Gracelandic Echo sem fram fer í Nýsköpunarhúsinu (e. Innovation House) við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Ráðstefnan fór fram á ensku undir heitinu “Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland: Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity." Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um land allt.
Að ráðstefnunni stóð fatahönnunarfyrirtækið Gracelandic. Auk forseta flutti opnunarávarp Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.