Fréttir | 26. sep. 2024

Virkniþing Suðurnesja

Forseti flytur opnunarávarp á Virkniþingi Suðurnesja sem fram fer í Reykjanesbæ. Meginmarkmið þingsins er að auka félagslega virkni íbúa Suðurnesja og þar með lífsgæði þeirra og tækifæri á vinnumarkaði. Bæði frjáls félagasamtök og stofnanir kynntu ýmis virkniúrræði fyrir þátttakendum auk þess sem boðið var upp á skemmtiatriði.

Að Virkniþinginu stendur Velferarnet Suðurnesja, sem vinnur að fjölda verkefna í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum og þær ríkisstofnanir sem koma að beinni þjónustu við íbúa svæðisins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar