Forseti sæmir Elizabeth Sy, ræðismann Íslands á Filippseyjum, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þjónustu hennar við hagsmuni Íslendinga og framlag til að styrkja og efla tengsl Íslands og Filippseyja. Kjörræðismenn gegna mikilvægu, ólaunuðu hlutverki í utanríkisþjónustu Íslands, sérstaklega í þeim löndum þar sem ekki er íslenskt sendiráð. Elizabeth Sy hefur verið ræðismaður Íslands á Filippseyjum í rúman áratug eða frá árinu 2013.
Fréttir
|
02. okt. 2024
Ræðismaður Íslands á Filippseyjum
Aðrar fréttir
Fréttir
|
04. des. 2024
Framúrskarandi ungir Íslendingar
Forseti afhendir hvatningarverðlaun JCI.
Lesa frétt